Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Qupperneq 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Qupperneq 18
Tímarit Máls og menningar þokkaður að þeir réðu honum og ætt- mennum hans bana og fengu sér nýj- ar stoðir. Það er að beiðni slíkrar stjórnar og annarra álíka að Banda- ríkin telja sig vera að verja sjálfstæði landsins, þ. e. a. s. stjórna sem þeir hafa sjálfir sniðið sér eftir þörfum eða kollvarpað í fyllingu tímans, eða eins og Fulbright öldungadeildar- þingmaður sagði svo hreinskilnislega þegar hann var reiðastur Ky hers- höfðingja á dögunum: Þetta eru okkar stjórnir, við höfum haft marg- ar ríkisstjórnir í Suður-Víetnam, og við getum sett þær af þegar við vilj- um. Varðandi þá ástæðu að þeir séu að verja landið gegn árás frá Norður- Víetnam er því fyrst til að svara að þetta er ein og sama þjóðin, samein- uð í hatri sínu á hinum erlenda árás- arher og málaliði hans í Saigon. Og í öðru lagi hafa Bandaríkin ekki get- að fært neinar sönnur á að liðssveitir að norðan hafi barizt með Víet Cong og sízt af öllu fram til ársins 1965 eða fram til þess tíma að Bandaríkin hófu sprengjuárásir á Norður-Víet- nam undir því yfirskyni að þeir væru að girða fyrir innrás þaðan. Banda- ríkjastjórn gaf þá út hvíta bók um Víetnam, í febrúarlok 1965, stríðinu til réttlætingar, sem í raun réttri stóð og féll með því hvort í Suður-Víet- nam var „lögleg ríkisstjórn“. Þetta plagg tættu ritstjórar bandaríska tímaritsins Monlhly Review sundur lið fyrir lið og töldu það safn af stór- lygum. Nei, Bandaríkin bera allt annað fyrir brjósti í Suður-Víetnam en sjálf- stæði og frelsi þjóðarinnar, það sýnir bezt tólf ára saga þeirra þar i landi drifin blóði og tárum íbúanna, og hún gefur um leið svarið við því hvernig þau hafa hrakizt fyrir storm- um atburðanna út í hernaðaraðgerðir sem miða, ekki að frelsi heldur út- þurrkun jjjóðarinnar. En einhver öfl styðjast þó Bandaríkin við í Suður- Víetnam, heyrast menn segja. Jú, mikil ósköp, að minnsta kosti framan af: hin sömu öfl og hvarvetna ann- arsstaðar, og við þekkjum svo mæta vel, þau öfl sem í hverju landi vilja sitja yfir hlut alþýðu. Og í Suður- Víelnam völdu Bandaríkjamenn sér þau öfl sjálfir sem þeir sömdu við, og þau komu þeim auðvitað jjar sem hér hlaupandi upp í fangið. Og vörp- um aðeins snöggu ljósi á jæssa tólf ára sögu. 1 frelsisstríði sínu við Frakka háðu íbúar Víetnam, einkum bændastéttin jafnframt baráttu til að losna úr ánauð hins forna lénsskipulags og fyrir þjóðfélagslegum réttindum og umbótum. Stríðið gegn nýlenduyfir- ráðum Frakka var því um leið þjóð- félagsleg bylting undan miðalda- ánauð, og vegna forystu í þessari al- hliða þjóðfrelsisbaráttu hlaut Hó Chi Minh sínar miklu vinsældir. Léns- herrarnir, ýmist franskir eða inn- 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.