Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 21
þeirra Hermans og Du Boffs að slíkt hafi aldrei komið til greina, það hafi ekki hvarflað að stjórn Bandaríkj- anna að hverfa burtu með her sinn frá Víetnam. Og niðurstaðan varð a. m. k. sú, að í stað þess að gera tilraun til að leysa stríðið, hóf Bandaríkja- stjórn það fyrst fyrir alvöru og fann sér upplogna ákæru, þegar alger ósig- ur blasti við í Suður-Víetnam, til að útvíkka styrjöldina og hefja sprengju- árásir á Norður-Víetnam með þeim ógnum sem síðar hafa yfir dunið. Og hver eru þá hin þungu rök fyrir þrásetu og styrjöld Bandaríkjanna í Víetnam, svo þung og mikilvæg að þau láta sig engu skipta, þó að þau fórni lífi hundruð þúsunda eigin þegna, hrindi frá sér stuðningi fjöl- margra vinveittra þjóða, skapi sér óvinsældir og hatur jafnt heima fyrir sem um heim allan, hver eru rök svo mikilvæg að ekki er hikað við að taka upp aðferðir sambærilegar að- eins við glæpi nazistanna þýzku: að svíða jörð og brenna upp þorp og heil landsvæði með öllu sem er lífs, fólki, trjám og gróðri, að fremja þjóðarmorð? Hver er sú mikla hug- sjón sem öllu þessu sé fórnandi fyrir? Margir benda á að stríð er arðbært fyrirtæki. Þó að almenningi verði að blæða, gefur ekkert þvílíkan ofsa- gróða. Kóreustríðið hleypti blóma í framleiðslukerfi Bandaríkjanna, auð- hringarnir höfðu aldrei lifað aðra eins gróðasæld. Og Víetnamstyrjöldin Þjóð í eldslogum hefur þanið framleiðsluna á enn hærra stig, og þó að Johnson boði 8% aukaskatt á almenning í ár vegna stríðsins, er hún ótrúleg uppspretta auðs þeim tiltölulega fáu en samofnu hringum sem framleiða mest sem til hennar þarf eða verzla með allan þann dýra varning eða sjá um flutn- ing á honum tólf þúsund km leið. Þó að drjúpi blóð og tár af hverjum dollara í Víetnam bergullinnhljómur þeirra dýrð og veizluglaum inn í ríkra sali heima í Bandaríkjunum. Og víst er um það að menn vita ekki hvað er að gerast í veröldinni í dag nema skilja þau lögmál auðmagns og imperíalisma: að verða að hlaða utan á sig síauknum gróða. Ritstjórar bandaríska tímaritsins Monthly Reviewjrægir hagfræðingar, hafa ritað um þessi mál í sambandi við Víetnam. Þeir komast í ritstjórn- argrein (nóv. s.l.) að þeirri niður- stöðu, að þrátt fyrir gróðaeðli auð- valdsins, sé hagnaðurinn ekki aðal- orsök styrjaldarinnar í Víetnam, held- ur heimsvaldastefnan eða sjónarmið hennar. I síðustu heimsstyrjöld sigldu Bandaríkin vitandi vits fullum seglum út í sögulegt ævintýri. Heimsveldin gömlu voru að liðast í sundur og ný- lendukerfi þeirra. Nú sáu Bandaríkin, jafn auðug og voldug, renna upp sína miklu stund í sögunni. Og þau hvesstu arnarsjón á allan heiminn, létu sér ekki minna líka en hugsa 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.