Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 35
Ótti og eymd JiriSja ríkisins maðurinn: Hvað ætli hann hafi sosum getað heyrt? konan: Þú varst að tala um dagblaðið. Þetta um Brúna húsið hefðirðu ekki mátt segja. Hann hefur svo sterka þjóðernistilfinningu. maðurinn: Hvað á ég að hafa sagt um Brúna húsið? konan: Þú hlýtur nú að muna það! Að þar sé ekki allt hreint. MAÐURINN: Ekki er nú hægt að leggja það út sem árás. Ekki allt hreint — eða eins og ég sagði til mildunar — ekki allt alveg hreint, sem er strax töluvert annað, það er í rauninni fremur góðlátleg glettni, á máli almúg- ans má segja, með því er ekki miklu meira sagt en að jafnvel þar sé sumt líklega ekki alltaf og undir öllum kringumstæðum eins og Foringinn vill að það sé. Auk þess lét ég af ásettu ráði skína í að hér væri einungis um líkur að ræða með því að nota orðalagið — eins og ég man greinilega að ég gerði — það „kvað“ ekki heldur allt vera alveg hreint þar — alveg í mildandi merkingu. Kvað vera! Ekki: er! Ég get ekki sagt: það er ekki alltaf hreint þar, mig vantar allar sannanir. Engir menn eru alfullkomnir. Meira hef ég ekki gefið í skyn og það jafnvel í mildasta formi. Þar að auki hefur Foringinn sjálfur við visst tækifæri farið ólíkt harðari orðum um sama efni. KONAN: Ég skil þig ekki. Við mig þarftu þó ekki að tala í þessum tón. MAÐURINN: Ég vildi að ég þyrfti þess ekki. Mér er ekki Ijóst hvað þú sjálf blaðrar út um hvippinn og hvappinn um það sem er kannski stöku sinnum sagt innan þessara veggja í hugaræsingi. Að sjálfsögðu er ekkert fjær mér en að bera þér á brýn léttúðugan söguburð um mann þinn, alveg eins og ég læt ekki hvarfla að mér að strákurinn fari að aðhafast neitt gegn sínum eigin föður. En því miður er hægt að gera öðrum illt án þess að hafa hugmynd um það. konan: Nei, hættu nú alveg! Þú ættir frekar að reyna að gæta tungu þinnar! Og ég sem er alltaf að brjóta heilann um hvort það var á undan eða eftir þessu um Brúna húsið sem þú sagðir, að ekki væri hægt að lifa í Hitlers- þýzkalandi. maðurinn: Það hef ég alls ekki sagt. konan : Þú ert strax farinn að láta eins og ég sé lögreglan! Eg hef bara áhyggjur út af því hvað drengurinn hefur getað heyrt. MAÐURINN: Orðið Hitlersþýzkaland tek ég mér alls ekki í munn. KONAN: Og þetta um húsvörðinn, og að í dagblöðunum standi eintómar lygar, og það sem þú sagðir nýlega um loftvarnirnar, drengurinn heyrir bara ekki neitt jákvætt! Það er allt annað en gott fyrir viðkvæma barns- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.