Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Blaðsíða 43
óSur til eiuskis
3 TMM
þú ert ekki mótaður af tímanum,
né heldur er drifið ösku
trútt enni þitt.
þú ert andi án örs,
brimalda þin er þrungin hátíð,
þú varst áður, fullkomnari
en skatan svífandi,
smurður, í dýrð þinni,
afskiptur dauða, konungur.
en þú ert ekki fjarlægur, sneinma
eða seint á ferð. þú ert liér.
óhvikult augnaráð þitt fellur
eins og snjór af himni,
dvelur á hafnargörðunum,
líður yfir stjörnuturna
inn í rykugar óskilamunaskrifstofur, livílir
í hráslagalegum steypukjöllurum,
þar sem morðingjarnir spýja, hæfir
æðastíflur og fallstykki,
smellir kossi á sláturhús
og margbrotnar hreinsunarstöðvar,
þar sem hláturgasið rýkur, hvílir
á klækjum skipafélaganna
og strýkst um halastjörnurnar,
krabbamein fjármálaheimsins,
hvílir á virkisveggjum valdsins,
þar sem efniskjarnar tifa fyrir innan
í átt til dauðans, heldur þeim í umsát
þar til við dynjandi augnaráð þitt
sjálfur himinninn hrynur
gegnmyglaður fallhlifum.
óþekktur skálmar þú,
fagri stormbylur, að nóttu,
yfir spánska torgið.
33