Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Side 45
til heiðurs seljurótinni
þessi blómkálseyru
lúbarin slögurum,
og síðar á blóðlituðum himni
þessir höfuðbeinasaumar af reyk!
lof sé hinni friðsamlegu mjólk,
dýrð sé uglunni, hún veit hvað hún heitir
og hræðist ekki, heiður
sé salti og hinum hávelborna hval,
og hinni miskunnsömu seljurót,
sem er vegsömuð af matreiðslusveinum
og deyr á diski.
hið viðkvæma jarðarhjarta, seljurótin,
sem er mannlegri en maður,
élur ekki jafningja sína,
og þá eldingin, lof sé eldingunni,
eða eggjarauðunni, ef því er að skipta.
lijarta grænlands
ég vildi lofa norðurlj ósin,
því að þau eru fögur
og verða sér ekki til hneisu.
ég vildi segja:
hugsið um hinar sjaldséðu halastjörnur,
þær eru ósærandi,
og um hið aldna hjarla grænlands
óslítanlegt
úr brynju sinni; hugleiddu, hönd mín,
að það sem þú aldrei snertir,
það er heimurinn, það sem er stórt,
því að við erum lítil.
ég vildi lofa norðurljósin.
35