Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 63
fuglar eru friðaðar að nokkru eða öllu leyti. Lög um friðun hreindýra og eftirlit með þeim voru sett 1940, þar sem hreindýr voru alfriðuð, nema hvað heimild var veitt til að láta veiða hreintarfa, ef sérstök ástæða virtist til. 1954 var þeimlögumbreytt, þar sem hreindýrum hafði fjölgað, og þá heimiluð takmörkuð veiði ár- lega undir eftirliti, ef eftirlitsmaður teldi stofninum ekki stafa hætta af veiðunum. Veiði hefur verið heimil- uð á tilteknum fj ölda dýra hvert sum- ar síðan, nema tvö síðustu sumur hefur engin veiði verið leyfð. Lög voru sett um hvalveiðar 1928 en end- urskoðuð 1949 og reglugerð sett. Þar er bannað að veiða hvalkálfa og kýr með kálfa, vissar tegundir hvala eru alfriðaðar og aðrar tegundir er bann- að að veiða séu þær undir tiltekinni lágmarksstærð. Þá eru veiðarnar tak- markaðar við ákveðin svæði, ákveð- inn tíma árs og ákveðið magn hvala á hverju ári. Með lögum nr. 23 frá 1914 voru hérar friðaðir hér á landi, en þá stóð til að fjölga veiðidýrum á íslandi með því að flytja inn allt að 50 héra frá Noregi eða Færeyjum og sleppa þeim hér. Af þessum inn- flutningi varð aldrei, en lögin eru samt enn í gildi. í lögum um lax- og silungsveiði, sem eru frá 1957 og fjalla einkum um veiðirétt, veiðitæki og aðferðir, veiðifélög og fiskræktarfélög, eru ým- is ákvæði um friðun lax og silungs. Náttúruvernd á íslandi Lax má t. d. ekki veiða í sjó og ekki í fersku vatni nema tiltekinn tíma ár hvert, silungur er einnig friðaður fyrir allri veiði ákveðinn tíma á ári. Ströng ákvæði eru einnig um veiði- tæki og aðferðir. Þá eru til ýmis fleiri lög, sem stemma stigu við eða takmarka notk- un ákveðinna veiðitækja við aðrar fiskveiðar í sjó, og eru slíkar tak- markanir oft bundnar við ákveðin svæði og tilgangurinn auðvitað sá að koma í veg fyrir ofveiði og þó eink- um að vernda ungviði og hrygning- arstöðvar. í þeim efnum er rík ástæða til að vera vel á verði og slaka hvergi á skynsamlegum kröfum, því þar er mikið í húfi að fiskstofnum verði ekki spillt og verður vart of varlega farið. 1927 voru sett lög um varnir gegn sýkingu nytjajurta, þ. e. lög til að koma í veg fyrir að hættulegir plöntu- sjúkdómar berist til landsins og sýki ræktaðar plöntur og villtar. 1948 voru sett lög um innflutning dýra, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að búfjársjúkdómar bærust til lands- ins, en ef til vill hefur þó saga minks- ins hér á landi ráðið þar einhverju um. Þá sögu þarf ekki að rekja hér, hún er of kunn til þess, en minkaeldi var bannað hér með lögum árið 1951 og nýlega felldi Alþingi frumvarp um að leyfa það að nýju. í lögum um eyðingu refa og minka frá 1957 var lögboðin eitrun á hverju 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.