Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 84
Tímarit Máls og menningar Jónssonar bónda og Sigríðar Hjálmsdóttur frá Keldulandi. Var í Hólaskóla 1744—50 og varð 1751 djákn á Reynisstað. Hemp- una missti hann 1753 sökum of bráðrar barneignar nteð konu sinni. Fluttist 1756 suður í Mýrdal og stundaði þar ótæpt sjó- sókn með búskapnum. Að fenginni upp- reisn 1760 varð bann prestur í Sólheima- þingum og sat á Felli til 1778 er bann fékk veitingu fyrir Prestbakka á Síðu. Var prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1773 lil dauðadags en allrar Skaftafellssýslu 1779—87. Fékkst talsvert við ritstörf og er margt varðveitt eftir bann. „Ilann var hinn merkasti maður í öllum greinum, vel að sér, læknir góður, dugmikill, skáldmælt- ur."1 — Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona bans var Þórunn Hannesdóttir Schevings, ekkja Jóns Vigfússonar klausturhaldara. Áltu þau fimm dætur sem allar giftust prestum. Síðari kona lians var Margrét Sigurðardóttir frá Stafbolti. (1) (13) Jón Sveinsson (24. maí 1752—13. júní 1803) landlæknir. í 4. bindi: „Um Landfar-sótt ... (49— 96 bls.)“. — „Tiltekt á nockrum samsettum læknis- medölum í eitt lítit Hús-apotek, þeim til nota, sem girnaz at eiga þat og brúka í heima-húsum ... (97—111 bls.)“. I 12. bindi: „Dr. Jacob Homes Próf-rit um Skyrbiúg, útgéfit í Edinborg 1781, og nú á Islendsku snúit ... (bls. 150—172).“ 1 15. bindi: „Tilraun at upptelia Siúk- dóma þá er ad bana verda, og ordit géta, fólki á Islandi." (bls. 1—150). — „Avísan um hin ódírustu og einföldustu Læknis-Medöl.“ (151—208). — Nöfn og registr eftir stafrofs ordu, med sérbverium þeirra, tilheyrandi medölum." (209—214). — Tvær síðast taldar ritgerðir munu þó öllu beldur ein ritgerð en tvær. Jón landlæknir fæddist á Munkaþverá, sonur Sveins Sölvasonar lögmanns og konu hans Málmfríðar Jónsdóttur frá Grenivík. Utskrifaðist úr heimaskóla bjá Hálfdani Einarssyni Hólarektor 1772 og fór sama ár til báskólans. Lauk lyflæknisprófi 1780 og var sama ár skipaður landlæknir. Ymislegt liggur eftir hann skrifað og prentað um læknisfræðileg efni. „Hann var maður mjög vel að sér og ástsæll."1 — Kvæntur var liann Gnðríði dóttur Sigurðar Sigurðssonar landsþingsskrifara á lllíðarenda. (1) (4) (12) Jón Sveinsson (1753—7. sept. 1799) sýslumaður. I 1. bindi: „Um Valla-rækt á Nordr- landi ... (162—191 bl.)“. Yngri albróðir Jóns landlæknis, fæddur á Munkaþverá og eins og eldri bróðirinn brautskráður af Hálfdani Einarssyni 1772, enda var aldursmunur þeirra bræðra ein- ungis eitt ár. Lauk lögfræðiprófi 1777, fékk Suður-Múlasýslu 1781 og hélt til dauða- dags. „Var vel að sér og valmenni. Sá um prentun og jók Tyro jaris eftir föður sinn, Khöfn 1799, samdi framhald annála föður síns frá 1782, bjó að Eskifirði."1 — Kvæntur Sofie Howitz, ekkju Þorláks Is- fjörðs sýslumanns; sonur þeirra var Friðrik Svendsen kaupmaður á Flateyri. (1) (2) (4) (5) Jón I>orláksson (13. des. 1744—21. okt. 1819) skáld og prestur. I 13. bindi: „Fyrsta bók af Johns Mil- tons töpudu Paradís, á Islendsku snúit ... (279—320 blads.).“ 1 14. bindi: „Onnur bók af J. Miltons töpudu Paradís, á Islendsku snúin ... (260—316 bls.)“. I 15. bindi: „Þridia Bók af Jolins Miltons Töpudu Paradís, á Islendsku snúenn.“ (227—270 bls.). Fæddnr í Selárdal við Arnarfjiirð, sonur 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.