Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Síða 88
Timurit Aláls og menningar I 6. binili: „Uin Not af Naul-pcníngi ... (20—96 bls.)“. I 7. bindi: „Um Siáfar-abla og fleiri Vatnaveidar á Islandi ... (1—64 bls.)“. — „Um Jafnvœgi Biargrædis-veganna á Islandi ... (113—193 bls.)“. I 8. bindi: „Letrgiörd um Hesta ... (26 —70 bls.)“. Fæddur á Höskuldsstöðum á Skaga- slrönd, sonur sr. Stefáns Olafssonar og fyrri konu hans Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Espibóli. Ilóf skólalærdóm bjá sr. Jóni Vídalín í Laufási en brautskráðist úr Hóla- skóla 1751. Lögfræðipróf 1754. Varð eftir beimkomuna bókhaldari við iðnaðarstofn- unirnar í Reykjavík og varalögmaður 1756 —64. Gerðist þá aðstoðarmaður tengda- föður síns Magnúsar Gíslasonar amlmanns, og 1766 varð Ólafur eftirmaður hans. Af- ráðið var 1770 að stiftamtmaður settist að á íslandi, landinu skipt í tvö ömt og stift- amtmaður settur yfir annað. Varð Ólafur þá fyrstur amtmaður Norður- og Austur- amls og átli að flytjast norður. En hann afsagði búferlaflutningana og 1783 fékk liann lausn frá embætti með fullum laun- um. Árið 1787 var Vesturamtið skilið frá Suðuramtinu, og varð Ólafur þá amtmaður í Vesturamti. Var hann það til 1793 er hann skipti á því og Suðuramti. Stiftamt- maður varð hann 1790; 1803 fékk Ludvig Erichsen (sonur Jóns Eiríkssonar) honum um stundarsakir vikið frá embætti og fór þá fram athugun á embættisrekstri hans. En Ólafur sigldi heilu fleyi í höfn hjá þeim váboðum og 1806 fékk hann lausn með fullum sóma, eftirlaunum og afgjalds- lausri ábúð í Viðey. Þar hafði hann búið frá 1794, en áður lengur eða skemur á Leirá, Bessastöðum, Elliðavatni, Sviðholti og Innrahólmi. — Margt skrifaði Ólaíur á langri ævi og er fæst af því prentað, enda ekki til slíks samið. Eftir hann er þó prent- uð reikningsbók handa almenningi. — Kvæntur Sigríði, einkadóttur Magnúsar Gíslasonar amtmanns, og veitti sá ráða- hagur honurn ærin efni sem hann jók veru- lega. Meðal barna þeirra lijóna voru Magn- ús dómstjóri, Stefán amtinaður og Þórunn fyrri kona llannesar Finnssonar biskups. (1) (4) (5) (22) l’áll Jónsson Víilalín (1667—18. júlí 1727) lögmaður. 1 2.—8. bindi: „Stutt ágrip af Lögmanz Páls Vídalíns Glóserunum yfir vandskilin ord í lögbók Islendínga ...“ Sá Þórarinn Sigvaldason Liliendal um úrvinnsluna og útgáfuna. Fæddur í Víðidalstungu, foreldrar lijónin Jón Þorláksson óðalsbóndi og Ilildur Arn- grímsdóttir lærða. Var í Ilólaskóla, hóf háskólanám 1685 og varð attestatus í guð- fræði 1688. Rektor í Skálholti 1690—96, síðan sýslumaður í Dalasýslu og varalög- maður. Arin 1702—12 var hann ásamt Árna Magnússyni í Jarðabókarnefndinni. Lögmaður sunnan og austan frá 1705 nema 1713—16 er honum var vikið frá með dómi; fékk embættið aflur með hæstaréttardómi en þurfti að greiða sektir. Fékk fyllilega sinn skerf mældan af illdeilum samtíðar sinnar og átti einkum í útistöðum við Odd Sigurðsson lögmann. Fékkst talsvert við ritstörf. „Hann var einn vitrasti maður sinnar tíðar, prýðilega að sér, og er við- brugðið þekkingu hans í Iögum og forn- fræði. Ilann var hið bczta skáld sem þá var tippi."1 (væntanlega á íslandi). Ymislegt hefur verið prentað af verkum hans eftir lians dag, sumt endursamið að meira eða minna leyti, svo sem ritið „Deo, regi, palriæ“ sem Jón Eiríksson gaf út 1768. Skýringar lians á fornyrðum lögbókar voru prcntaðar í heilu lagi(?) í Reykjavík 1849—54. Auk þess sem prentað er eftir Pál cr talsvert varðveitt í handritum. — Kvæntur Þorbjörgu Magnúsdóttur digra í 78
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.