Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 95

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1967, Page 95
Fyrstu íslenzlcu tímaritin II Biiscliing. Var megniS af þeim þýtt af Guð'- mundi Þorgrímssyni, en niðurlagið af Sveini Pálssyni eftir fráfall sr. Guðmundar. Biisching var afkastamikill rithöfundur í sérgreinum sínum, enda áhugasamur fræðslustefnumaður. M. a. var hann braut- ryðjar.di á sviði forsögulegra rannsókna í Þýzkalandi. Hann starfaði um eitt skeið í Danmörku, en síðast var iiann prófessor í Berlín. f 1) (3) Johannes Ewald (1743—81), danskt skáld. I 8. bindi: „Ulleggíng af Jóh. Ewalds Draumi um Milsteri Luckunnar (bls. 240— 70).“ — Þýtt af Jóni Johnsoníusi. 1 10. bindi: „Ewalds Vísa (Kong Christ- ian stod ved höien Mast)“ Bls. 275—76. — Þýtt af ónafngreindum ritara. Ewald er talinn eitt fremsta ljóðskáld Dana á átjándu öld, en eins og kunnugt er var fræðslustefnan ekki góður jarðvegur fyrir ljóðskáld. En Ewald stóð komandi tiinuin ef til vill öllu nær en samtíð sinni, var meira á vaidi tilfinninga en skynsemi. Ekki spillti ]iað fyrir minningu hans eftir á, þótt það væri honum sjálfum skiljan- lega fjötur um fót, að hann var drykkfelld- ur og reikull í ráði. (1) Christian Garve (1742—98), þýzkur heim- spekiprófessor. I 9. bindi: „Tilraun um Cáfna-Próf; snúit af þyzku af Benedict Gröndahl (bls. 231—262).“ — „... finnz prentad í Neue Bihliothek der schönen Wissenschaften und des freyen Kiinste 8da bindini, llta og 2ru hepti, fyrir árit 1769, med titli þessum: Versuch úber die Prúfung der Fahigkeiten; sídan hefur þess vídfrægi höfundr, Ilra. Christián Garve, Prófessor í Heimspekinni í Leipzig, útgefit þar samastadar 1779, med ödrum smáritum sínum, dregnum út úr tédu Neue Bibliothek der schönen Wissen- sehaften." Garve var prófessor í Leipzig mest allan starfsaldur sinn. Þjóðverjar telja hann einn af helztu friimkvöðlum fræðslustefnunnar í hópi heimspekikennara sinna. (3) James Home (1760—1844), skozkur læknisfræðiprófessor. I 12. hindi: „Dr. Jacob Homes Próf-rit um Skyrbiúg, útgéfit í Edinborg 1781, og nú á Islendsku snúit af Jóni Sveinssyni Landphysico (bls. 150—172).“ Ilome varð ungur prófessor í læknisfræði við Edinborgarháskóla og naut þá fágætra vinsælda hjá stúdentum. En 1822 lét hann pólitíska samherja sína (torya) troða sér í prófessorsstöðu í eðlisfræði, og því starfi reis hann aldrei undir. Eina ritverkið frá hans hendi sem prentað var er það sem félagsritin fluttu: „Deserlatio ... de Scnr- huto.“ Kom það út í Edinborg 1781. (2) Quintus Horatius Flaccns (65 f. Kr.—8. e. Kr.), rómverskt skáld. í 9. bindi: „Hórati IXda Oda. -— Lihr. Carin. 3io. Donec gratus eram tibi.“ Bls. 284—86. — Þýðanda ekki getið. Horatius eða Hóras var leysingjasonur. Listvinurinn kunni Maecenas kom honum á framfæri við Ágústus keisara, og er óhætt að segja að hann sé eitt kunnasta skáld hinna rómversku gullaldarbókmennta. Enn þann dag í dag læra fáir svo lítið í lalínu, ef þeir nasa af henni á annað borð, að þeir lesi ekki fáeinar óður eftir Ilóras. (3) (4) Hans Jacob Lindal (1763—1812), dansk- ur héraðsfógeti. I 12. bindi: „Þegn-skylda Almúgans á Islandi, edr árligar Skyldu-greidslur og Qvadir. Prenlad á Dönskn í Kaupmanna- liöfn árit 1788, en nú íslendskud af B. E.“ (Bjarna Einarssyni). Bls. 82—131. Um skeið starfaði Lindal á Islandi. Segir Forfatterleksikon eftir Ehrencrone-Múller 85
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.