Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 16
Tímarit Máls og menningar
Árið 1970 reið yfir mannkynið holskefla vitneskju um það, að við værum
komin með tapaða stöðu gagnvart umhverfi okkar, að við værum á barmi
þess að byggja okkur út af jörðinni. Þetta höfðu að vísu einstaka raddir
hrópað lengi og þeim fór fjölgandi, þar til öllum heimi varð ástandið skyndi-
lega ljóst.
í árdaga var maðurinn hluti af náttúrunni eins og aðrar lifandi verur í
dýraríkinu, meðan hann stóð með tvær hendur tómar. Hann hafði á undan-
förnum tveimur öldum skapað sér tækni til þess að gera sér náttúruna undir-
gefna og stóð í þeirri trú að kalla fram til ársins 1970, að hann væri orðinn
herra náttúrunnar. En nú hefir náttúran hefnt sín grimmilega. Hún hefir
sýnt manninum, hvert það leiðir að ætla sér að verða sjálfstætt afl á hnett-
inum. í oftrú á mátt sinn og vitsmuni hefir hann nú orðið að staldra við og
skoða stöðu sína gaumgæfilega.
Hér er það, sem upp kemur hugtakið umhverfismál. Þau fjalla um viðhald
og viðgang þess umhverfis, sem við lifum í. Það er bæði sá heimur, sem okk-
ur var skapaður fyrir örófi alda, og hinn sem við höfum sjálfir gert okkur.
Með þessari lauslegu skýrgreiningu á hugtakinu umhverfismál gefum við
okkur þær forsendur, að það hafi bæði tæknilegar og pólitískar hliðar.
I sömu andránni notum við hugtakið náttúruvernd. Það er raunar þrengra
en umhverfisvernd, vegna þess að það tekur einungis til þess þáttar um-
hverfisins, sem við höfum ekki skapað sjálfir. Þetta hugtak hefir breytzt
mikið, síðan það var fyrst nefnt fyrir nærfellt einni öld. Fjölmargar skýr-
greiningar eru á þvi, en ég vil strax lofa ykkur að heyra þá, sem mér hefir
þótt hezt:
„Náttúruvernd er ráðstöfun á auðæfum náttúrunnar, sem tekur tillit
til hins nána sambands milli manns og náttúru og einnig þess, að gæði
náttúrunnar sem umhverfis fyrir lifandi verur varðveitist um alla
framtíð. Til auðæfa náttúrunnar í hverju landi teljast jörð, vatn, loft,
plöntu- og dýralíf, ásamt því gildi, sem landslag hefir til fegurðar og
hvíldar. Þessara auðæfa má njóta, en þeim má ekki eyða.“
Ég vek athygli á því í þessari skýrgreiningu, þar sem segir:
„... ásamt því gildi, sem landslag hefir til fegurðar og hvíldar“.
Þetta er nýtt viðhorf, sem túlkar einmitt þá tilfinningu, sem milljónir
manna hafa öðlazt.
Þetta er tilfinning íslenzks vísindamanns, sem liafði lokið doktorsprófi
í Bandaríkjunum, þar sem hans beið mikill frami, en sneri heim að störfum,
6