Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 18
Tímarit Máls og menningar
ar kynslóðar, heldur ævarandi eign þjóðarinnar. Fyrir því leyfist einstak-
lingnum ekki að höggva hann að vild, þótt svo þeir jafnvel „eigi“ skóginn.
Mjög ströngu opinberu eftirliti hefir verið komið á til þess að sjá um, að
fariö sé að lögum. Hér er þó ekki um að ræða lögreglueftirlit í venjulegum
skilningi, heldur faglegt eftirlit. Allur skógur landsins er kortlagður og mæld-
ur. Fundiö er út, hve mikill viður stendur á hverri tiltekinni landareign.
Ennfremur er fundiÖ út, hve mikið vex árlega og hve mikið gæti vaxið,
miðað við, að vaxtarskilyrði skógarins séu nýtt til fullnustu. Markvisst er
stefnt að því að koma skógi, sem áður hafði veriÖ rányrktur, í samt lag
aftur: Byggja upp nýjan höfuðstól með fullri vaxtargetu. Síðan leyfist að-
eins að höggva viðarmagn, sem nemur ársvextinum, en höfuöstóllinn stend-
ur óskertur.
Ef við hugsuöum okkur þetta dæmi yfirfært á íslenzkar aðstæður, myndi
það beinast að því, hvernig nýta ætti íslenzk beitilönd á þann hátt, að þau
gæfu hámarksuppskeru á hverjum tíma, án þess þó, að höfuðstóllinn, sem er
það gróðurlendi, sem náttúran hýður upp á á hverjum stað, rýrnaði. Það
er vitaskuld lengra mál en hér verði rakið að ræða þetta til hlítar. En í
hnotskurn má orða þetta svo: Það þyrfti að byrja á því að endurreisa gróð-
urlendin til þeirrar fjölbreytni í tegundum og þeirrar afkastagetu, sem rán-
yrkja undanfarinna alda hefir skert þau um. Síöan þyrfti að setja um það
strangt eftirlit, að ekki yrði nýtt meira af gróðrinum en liann þyldi til þess
að halda fullri uppskeru og fullum tegundafjölda. Hér er ég að sjálfsögðu
ekki að tala um það land, sem er tekið til beinnar ræktunar, heldur það, sem
í daglegu tali er nefnt úthagi.
En víkjum nú aftur úr þröngum hring íslenzkra aðstæðna út að ferli hins
stærsta hrings umhverfismálanna.
Með iðnbyltingunni, sem hófst fyrir um 200 árum, eignast maðurinn
tækni, sem gerir honum fært að breyta svo um munar ásýnd jarðarinnar.
Þessi geta mannsins hefir aukizt fram á okkar daga og með risaskrefum síð-
asta mannsaldurinn. Fyrir iðnbyltinguna njtti maðurinn auðlindir náttúr-
unnar í aðalatriðum á þann hátt, að jafnvægi helzt nokkurn veginn milli þess
afls, sem brýtur niður lífheiminn og hins, sem byggir hann upp á ný. Álagið
á lífkerfið var ekki þyngra en það þoldi. Frá þessu eru þó nokkrar undan-
tekningar, þar sem er skógaeyðing Miðausturlanda, Pýreneaskaga, Ítalíu,
Balkanskaga og íslands með eftirfylgjandi ofbeit búfjár og jarðvegseyðingu,
sem af henni leiddi, en þessi landssvæði eru verst útleikin í gamla heiminum.
Með iðnbyltingunni hefst sóun náttúruauÖlinda - bæði hinna lífrænu og
8