Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 18
Tímarit Máls og menningar ar kynslóðar, heldur ævarandi eign þjóðarinnar. Fyrir því leyfist einstak- lingnum ekki að höggva hann að vild, þótt svo þeir jafnvel „eigi“ skóginn. Mjög ströngu opinberu eftirliti hefir verið komið á til þess að sjá um, að fariö sé að lögum. Hér er þó ekki um að ræða lögreglueftirlit í venjulegum skilningi, heldur faglegt eftirlit. Allur skógur landsins er kortlagður og mæld- ur. Fundiö er út, hve mikill viður stendur á hverri tiltekinni landareign. Ennfremur er fundiÖ út, hve mikið vex árlega og hve mikið gæti vaxið, miðað við, að vaxtarskilyrði skógarins séu nýtt til fullnustu. Markvisst er stefnt að því að koma skógi, sem áður hafði veriÖ rányrktur, í samt lag aftur: Byggja upp nýjan höfuðstól með fullri vaxtargetu. Síðan leyfist að- eins að höggva viðarmagn, sem nemur ársvextinum, en höfuöstóllinn stend- ur óskertur. Ef við hugsuöum okkur þetta dæmi yfirfært á íslenzkar aðstæður, myndi það beinast að því, hvernig nýta ætti íslenzk beitilönd á þann hátt, að þau gæfu hámarksuppskeru á hverjum tíma, án þess þó, að höfuðstóllinn, sem er það gróðurlendi, sem náttúran hýður upp á á hverjum stað, rýrnaði. Það er vitaskuld lengra mál en hér verði rakið að ræða þetta til hlítar. En í hnotskurn má orða þetta svo: Það þyrfti að byrja á því að endurreisa gróð- urlendin til þeirrar fjölbreytni í tegundum og þeirrar afkastagetu, sem rán- yrkja undanfarinna alda hefir skert þau um. Síöan þyrfti að setja um það strangt eftirlit, að ekki yrði nýtt meira af gróðrinum en liann þyldi til þess að halda fullri uppskeru og fullum tegundafjölda. Hér er ég að sjálfsögðu ekki að tala um það land, sem er tekið til beinnar ræktunar, heldur það, sem í daglegu tali er nefnt úthagi. En víkjum nú aftur úr þröngum hring íslenzkra aðstæðna út að ferli hins stærsta hrings umhverfismálanna. Með iðnbyltingunni, sem hófst fyrir um 200 árum, eignast maðurinn tækni, sem gerir honum fært að breyta svo um munar ásýnd jarðarinnar. Þessi geta mannsins hefir aukizt fram á okkar daga og með risaskrefum síð- asta mannsaldurinn. Fyrir iðnbyltinguna njtti maðurinn auðlindir náttúr- unnar í aðalatriðum á þann hátt, að jafnvægi helzt nokkurn veginn milli þess afls, sem brýtur niður lífheiminn og hins, sem byggir hann upp á ný. Álagið á lífkerfið var ekki þyngra en það þoldi. Frá þessu eru þó nokkrar undan- tekningar, þar sem er skógaeyðing Miðausturlanda, Pýreneaskaga, Ítalíu, Balkanskaga og íslands með eftirfylgjandi ofbeit búfjár og jarðvegseyðingu, sem af henni leiddi, en þessi landssvæði eru verst útleikin í gamla heiminum. Með iðnbyltingunni hefst sóun náttúruauÖlinda - bæði hinna lífrænu og 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.