Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 22
Tímarit Máls og menningar öllum efnum, þar sem mönnum hefir verið sett sem markmið að vita meira og meira um minna og minna. Nú vitum við, að það eru menn með heildar- sýn, sem verða að ráða málum. Sú fræðigrein, sem ég spái, að verði að leggja stórkostlega vaxandi áherzlu á á næstunni, er vistfrœðin (ökologi á málum nágrannaþjóða), en hún fjallar einmitt um lífrænar heildir, en ekki einstaklinga. Hlutun líffræði í einstakar greinar, æ sérgreindari, hefir verið stefna liðinnar tíðar. Framtíðin mun marka gagnstæða stefnu. Að lokum vík ég svo örfáum orðum að því að draga upp íslenzk um- hverfisvandamál í víðasta hring. Þau eru ekki nema að litlu leyti hin sömu og iðnríkjanna. Þau eru alvarlegast bundin við „lífbeltin tvö“, sem forseti íslands nefndi á síðasta nýársdag: Gróðurlendi landsins og fiskimiðin kring- um það. Eyðing gróðurlendis á íslandi og eyðing jarðvegs í kjölfarið er hin stórfelldasta, sem þekkt er í Norður-Evrópu. Ég hefi þegar vikið nokkuð að henni, en vil aðeins leggja á það þunga áherzlu, að frumorsök þeirrar eyð- ingar er búsetan í landinu, þegar litið er á heildina. Þau öfl í náttúrunni, sem eyðingu valda, hafa verið virk svo lengi sem landið hefir staðið upp úr At- lanzálum. Það var tilkoma mannsins, sem breytti jafnvægi náttúrunnar gróðri og jarðvegi í óhag með þeim afleiðingum, að gróið land er nú innan við helmingur þess, sem var við landnám. Þetta er sá víxill til lífsbjargar, sem fyrri kynslóðir hérlendar tóku. Hann er nú fallinn á okkar kynslóð og við verðum að greiða af honum myndar- lega afborgun. Ungmennafélagsskapurinn, sem stendur fyrir þessu móti, hefir ætíð staðið þar í fararbroddi og ánægjulegt er, hve sá þáttur starfsins hefir aukizt í seinni tíð. Eyðing fiskimiðanna við strendur landsins er aðeins að nokkru leyti okkar eigin sök. Aðrar þjóðir eiga hana stærri. Þessum vanda getum við öll hjálp- að til að bjarga. Við gerum það með hinni miklu samstöðu um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar, sem Danir höfðu minnkað fyrir okkur á sinni tíð úr 32 mílum niður í 3. En við getum einnig lagt varðveizlu og betrun fiskimið- anna lið með því að veita fiskifræðingum okkar siðferðilegan stuðning, þegar þeir koma til með að ákveða nýtingu okkar sjálfra á heimamiðunum. Loks eigum við okkar úrgangsvandamál, sem er að vísu smámunir hjá því, sem iðnríkin eiga við að glíma. Það er enn í mesta ólestri víða á ís- landi, og snertir satt að segja mjög umgengnishætti okkar við landið. Það er eiginlega frekar menningarvandamál en eiginlegt umhverfismál. Þetta er bæði í borg og bæ. Þó er umgengnin utanhúss kannski stærri blettur á menn- 12
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.