Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 27
Jón Jóhannesson
Saga
(Brot)
1
Hún er alltaf þekkilega klædd og alveg bein í bakið og vottar ekki fyrir
skekkju í fótleggjunum, og hún er ekki liið minnsta hölt, en er farin að grána
á hárið. Og það eru rúnir komnar í andlitið, þó ekki net rúna, heldur eins og
riss listamanns sem langar til að gera það andlit, sem honum þykir vænt um,
eins og heldur unglegra en efni standa til. Og ég segi við hana: - Hvers
vegna ert þú hér? Attu þér kannski engan að?
Og hún svarar: — Það er ekkert að marka mig að utanverðu. Ég er öll
sömul helsjúk að innan. ■— Jú, ég á mér guð að, nú, eða þá andskotann. Mik-
ið er Biblían skemmtileg bók. — Hvaða fuglafjandar eru nú komnir þarna á
blettinn? og hún bendir á hóp stara sem er að tína sér musk í nefið.
Þetta er seinasti landneminn okkar, starinn. Hann kvað vera lúsugur.
Hann er eins og þröstur og þó ekki eins og þröstur. Andi er hann skond-
inn.
Við sitjum úti á bekk og mösum. Eiginlega er það hún sem masar. Ég
hlusta. Rödd hennar er byrjuð að fölna.
En þú? segir hún. Hverslags smán er það nú sem þjakar þig? Ég sé ekki
betur en þú gætir sem bezt stundað sjóinn ennþá. Nú, eða þá sópað götu. Það
er hægt að yrkja hvernig sem allt veltist og hvað sem dúðrað er. Jafnvel
prestar geta ort, ef það dettur í þá. Það sýna dæmin. Þetta er meðfæddur
skratti. — Nei, hver þremillinn, sjáðu. Nú fljúga allir fuglarnir á burt. Þetta
er sefjun. Mig minnir ég hafi lesið um það eftir fuglasálfræðing, að allur
hópurinn dáleiðist af vængjaslætti fyrsta fuglsins, sem hefur sig á loft. — Og
píp, — allir roknir til fjandans.
Smávaxin kona og kímileit, með tvo stafi, staðnæmist hjá okkur: — Hér
ertu þá heldur en ekki búin að hremma einn sætan Ragna mín.
Fáðu þér sæti og sýndu af þér kæti Eyja mín, segir Ragnheiður. Mikið
helgríti er starinn líkur þrestinum.
Kannski ég tylli mér. Seigiði nokkuð?
2 TMM
17