Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 31
Saga
kallinn. Þetta eru kommúnistar allir sem einn. Þeir gera fólkið að skynlaus-
um skepnum, trúðu mér til. Verðhækkanaforæðið, það er þeirra hjálpræði.
Voru ekki einhverjir einhvern tíma að tala um hrollvekju. Er þetta ekki
hún?
Hrollvekjan var í hausnum á ykkur sjálfum og hvergi annarsstaðar. Hún
var draugurinn sem ykkur hefur nú loksins tekizt að vekja upp.
Eða öllu heldur segðu, sá draugur sem þið sleiktuð um granirnar og við
stöndum nú sveittir við að kveða niður.
Ég anza ekki neinni hundalógik. Áttu í nefið? Væri ég einræðisherra,
mundi ég láta höggva ykkur alla niður í spað. — Fjandi áttu gott tóhak. Það
vill alltaf þorna helzti mikið í dósunum mínum.
Hvað heldurðu þessi montskrín ykkar dugi undir almennilegt snúss?
Mis: vantar nautspung. Áttu nautsnung?
Og svo var það utanríkispólitíkin ykkar. Ef þið látið Kanann fara, þá
glevpir Rússinn okkur eins og golþorskur blöndulók.
Það er engum manni sæmandi að leigia útlendu morðingjastóði ættjörð-
ina sína. Ef Rússinn kemnr. þá rekum við hann líka.
0 fjandann ætli þið rekið? Er ekki Rússinn vkkar heilagi postuli?
Ragnheiður kímdi. — Svona skulu þeir alltaf láta og meaa þó hvorugur
af öðrum sjá. — Ég held það sé sama hverjir fara með þessa landsstiórn. ég
man ekki betur en þjóðin hafi verið að fara á hausinn allar götur síðan ég
fór að stauta. og þó höfum við aldei verið borubrattari en í dag. Það svífur
óskilianleg mildi drottins yfir þessu samsópi fjandans, sem við köllum ís-
lenzka þióð.
Hevrirðu Hákon hvað hún er gáfuð, þrátt fyrir sálin í henni er einna líkust
hrafni?
Það er sómi að henni, sagði ég.
Það voru tvær konur setztar hjá blinda manninum, sín til hvorrar handar.
Þau voru eitthvað að masa og ég heyrði kallinn hlæja. Hlátur hans lét í eyr-
um eins og gúlnur í hveravatni.
Fleira og fleira fólk kom útúr húsinu. Flest settist það á bekkina og malaði
eins og hilaðar skilvindur. Sumir þögðu og horfðu á grasið, hversu grænt
það var, eða horfðu kannski á ekki neitt, bara hugsuðu, eða hugsuðu
kannski ekki neitt, hara drevmdi þar til einhver mundi eftir nefinu á sér
og snússaði sig eins og hrokkinn upnaf svefni. Og þarna kom Tósep.
Jósep. kallaði Ragnheiður. Komdu og talaðu við mig. Mikið helgríti er
hann Hákon leiðinlegur.
21