Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 32
Tímarit Máls og menningar En Jósep heyrði hana hvorki né sá. Hann skundaði yfir til blindingjans og kvennana og fékk sér sæti. Og nú fyrst heyrði ég og sá að hann kunni að tala. Ómur málsins og rokur af hlátri bárust til okkar og vöktu mér for- vitni. Um hvað er maðurinn að tala? sagði ég við Ragnheiði. Kannski hann kræki sér í hana Steinku, svaraði hún. — Ó að hann krækti sér nú í hana Steinku. Bara hann drepi hana ekki af sér. Þetta er svoddan blessað guðs lamb, hún Steinunn mín elskan. Ekki drap hann þig af sér Ragna mín, sagði Þórey. Nei, það var ég sem drap hann. Hún Steinka mín er ekki ég. Hana vantar hrafnsblóðið í æðarnar. Alltaf er hún Ragna sjálfri sér lík Hákon. Það er ég viss um, að enginn henni kjaftforari fyndist innan veggja þessa húss, þó leitað væri með logandi blysi. Hlustaðu ekki á hana Hákon. Hún er heilög. Hún er ein þeirra sem gert hafa biblíuna að þrætubókarskruddu. — Sjáðu. Nú er hann farinn að káfa á henni. Heldurðu ekki hann hafi það Eyja mín? Mikið vildi ég nú hann hefði það. 0 haltu þér saman Ragnheiður. Heyrðu mig Þórey mín, sagði Ragnheiður. Varst þú aldrei Kanamella? Þú ert djöfulsins brennikubbur Ragnheiður. Ég ætti að skammast mín fyrir að umbera þig. Mikið skelfing langaði mig til að vera Kanamella, hélt Ragnheiður áfram, en því var nú fjandans miður, að ég hafði hvorki tíma eða tækifæri til þess. — Og nú er maður eins og hornsíli fjarað uppi í polli og búinn að missa af allri syndinni. Það er mikið hvað guð almáttugur getur tekið uppá að bjóða einni vesalings konu. — Ætli þær fari ekki bráðum að hringja mann í kaffið? — Upp, upp, þú heilaga sál Þórey Jónsdóttir. Við bröltum á fætur. Stararnir komu fljúgandi og settust á blettinn milli húsálmanna. 3 Ég er farinn að kynnast slangri af fólkinu hérna. Maðurinn með hausinn eins og öxina Rimmugýgi, er einstakt ljúfmenni. Ég hélt hann væri morðingi. Anzi finnst mér það skrítið, að maður með svona haus, skuli ekki vera mis- indismaður. — Og konan með Fótbítsandlitið virðist ekkert annað en mann- kærleikurinn sjálfur. Dæmalaust er ég glámskyggn á fólk. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.