Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 33
Saga Amundi suðurávið er vinur minn góður. Hann er lágvaxinn maður og grannur, með gráýrt hár og vangaskegg gisið. Hann er eins og snarkringla í öllum hreyfingum og setur sig stundum niður hjá konu sem minnir á grafönd í andlitinu. Hann segir mér hún sé ættuð frá æskustöðvum hans sjálfs og hafi gott innræti. — Og svo er það tröllkonan okkar. — Það var ekki fyrr en í gær að ég tók eftir því hvað tröllkonan okkar hefur geðþekk augu og þægileg- an málróm. En hvernig stóð á því Ámundi minn, að fólk tók uppá því að kalla þig suðurávið? Það á sína sögu, sagði hann. Það er uppfundið af strákum og mér þykir vænt um það. Það er síðan á árum kútteranna. Síðan á þeim árum sem við vorum að skaka á kútteronum út undan Vestfjörðum og fengum sjaldan bein úr sjó. Og þá var það sem ég vildi alltaf halda suðurávið, suður undir Jökul- inn, Snæfellsjökulinn sjáðu, minn jökul, ég er nefnilega fæddur og uppalinn undir honum. Hins vegar var „kallinn“ ættaður úr Arnarfirðinum og þráaðist við að yfirgefa sín heimamið þó þar væri oftast ördeyða. En undan Jöklin- um, sjáðu, mínum jökli, Snæfellsjöklinum, var sá guli sjaldan feiminn við að láta húkka sig. Og svo fóru strákarnir að kalla mig suðurávið. Það voru góðir strákar og enginn kali í orðinu. Mér hálfleiddist að vera bara einn snubbóttur Ámundi. Ég vildi hafa viðurnefni eins og konungar fornsagn- anna: Hrólfur kraki. Haraldur lúfa, Olafur helgi og Magnús góði. — Það er eitthvað bragð að viðurnefninu. Nafngiflarlaus maður er munaðarlaus mað- ur. Ég vil ekki hafa neitt munaðarleysi í minni sögu og vertu blessaður uppá það. Ég held hann sé eitthvað að dunda niðri í bæ tíma og tíma úr degi, en ekki veit ég hvað það er. Spyrji ég hann, þá segist hann vera að hjálpa konu sem þarfnist sín, þar sem hún sé fötluð. Meira hef ég ekki uppúr honum og bið hann því vel að lifa. Ég fór að svipast um eftir Ragnheiði, en hún var hvergi sjáanleg og ekki kom hún í hádegismatinn. Þórey sá hvar ég sat einn og niðurlútur í forstof- unni. Hún var búin að finna týnda stafinn sinn og kom til mín. Og hún horfði á mig skáhöllu, glottandi höfðinu og sagði: Ragna bað að heilsa. Hún er að yrkja erfiljóð og er lumpin. Ég held þú ættir að líta inn til hennar. Ég hafði aldrei komið inn til Ragnheiðar fyrr. Hún lá fyrir og hafði breitt á sig voðfellt teppi, köflótt. Hinn ráðandi litur þess var grár. Mér þótti það fallegt. — Þú varst góður að líta inn til mín Hákon, sagði hún. Hún fóstur- systir mín fyrir vestan er dáin. Og nú langar mig svo mikið til að yrkja vísu 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.