Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 35
Saga
Og þegar það glatast mitt litla ljóð,
á leiðinu þínu vex munagras.
Ég held mér tækist ekki að bæta hér um Ragnheiður mín. Káinu og háinu
virðist koma hér vel saman í vestfirzkunni þinni. En er ekki venjan að minn-
ast eitthvað á guð eða minnsta kosti Jesús í svona sálmum?
Það er nú einmitt það, en ég kom þeim bara með engu móti fyrir. Kannski
þú vildir reyna?
Ég held ekki. Og ætli þeim sé svo mikill akkur í að komast í blöðin?
Kannski ekki. — Hún var nokkru eldri en ég blessunin og mér þótti svo
óskup vænt um hana. — Alltaf var það hún sem huggaði mig þegar ég grét.
Ég var tökubarn og við sváfum í sama rúminu. — Hún kenndi mér bænirnar
mínar og signdi mig undir svefninn.
Þú hefur aldrei sagt mér frá ævi þinni Ragnheiður. Hvernig stóð á því að
þú varst tökubarn?
Ég missti mömmu og pabba í snjóflóði þegar ég var á sjöunda árinu. Þau
fórust á leið frá kirkju. Hjónin í Heydal tóku mig þá í fóstur. Blessuð sé
minning þeirra hjóna. Það var rétt eins og ég væri þeirra eigið barn. — Má
ég bjóða þér súkkulaði? — Hún hét Svanhildur.
Hún fóstursystir þín?
Já, blessunin. Hún var einkadóttir þeirra, og það var henni að þakka eða
kenna, hvernig sem maður tekur það, að ég var send í Kennaraskólann rétt
nítján ára gömul. Hún er svo gáfuð hún Ragna pabbi, sagði hún við föður
sinn, að þú getur ekki verið þekktur fyrir annað en senda hana í skóla. — Og
svo var ég send suður. — Eigum við að fá okkur brennivín?
Nei, takk. Ég er löngu hættur við þann fjanda.
Það er gott. Ég á nefnilega ekkert brennivín. Ég held að brennivín sé
vont. Mig langar að prufa. Blessaður skrepptu nú og kauptu eina flösku af
svartadauða.
See you later, sagði ég og reis uppúr stólnum.
0 farðu í rófu, sagði Ragnheiður mín með brosi um leið og ég hvarf út
um dyrnar.
25