Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 38
Steinar Sigurjónsson
Ökuferð: frá Skugganum til Djúpsins
Þú stendur í sömu sporum og kemur ekki upp orði, en Manni endurtekur:
Ætlarðu að svíkja tónlistina? Þú hikar, Manni gengur til þín, hann reynir
að horfast í augu við þig en gefst ekki færi á þér því þú lítur undan. Þannig
standið þið kyrrir í heitu andrúmsloftinu, varir Manna titra af grimmd en
þú ferð allur inn í sjálfan þig. Er trú þín í dúr eða moll, spyr Manni, þú ansar
ekki. Talaðu! segir hann, þú þegir, hann rekur upp hlátur, andrúmsloftið
er farið að andþrengja þér. Ég þekki mennina, segir Hermann (á hann
Tjúlla í hlutabréfum og fleiri á þíngi), ég fæ þá til að dæma þig bilaðan. Þú
ert farinn að titra. Rotta; segir Manni, hann spýtir framan í þig. Mér býður
við þér, segir hann, ég vil losna við þig. Hann lítur á mig spurull, við verð-
um allt um það að koma þér út, þú hefur gripið höndum um höfuð þér.
Svona, segir Manni falskur, ég ætlaði ekki að særa þig, auðvitað erum við
vinir. Hann gýtur til mín auga og glottir. Geturðu fyrirgefið mér, segir hann.
Þú tekur hendur frá andliti þínu, það er orðið vott af hrákum sem þú ert
húinn að smyrja yfir ásjónuna, og nú gerist það, þú fyrirgefur honum hrák-
ana og falsið. Þú fyrirgefur ósmekklega, það er ógeðslegt. Já vinur, segir
þú. Manni fer hjá sér, honum býður við þér, en hann hefur þó hemil á sér.
Komið ef þið virðið vináttu mína og góðan hug, segir hann. Hann opnar
hurðina og segir um leið og hann gengur út: Komið ef þið virðið einkvers
góðan hug minn. Ég horfi á þig, ég veit ekki kvers vegna ég hef verið með
þér um árin og efast um að ég gæti hafa elskað þig, þó veit ég það ekki, þú
ert bljúgur og smáskitlegur og vör þín hefur aldrei verið jafn ógeðsleg og
nú, ég geng á eftir Manna, kannski hef ég orðið vitfirrt af hinu djöfullega í
fari hans, en við þig segir hann: Kom þú Hans (eins og Kristur forðum), fylg
þú mér! en þú brosir blíðu brosi, er það ekki hjákátlegt, þú fylgir okkur út
á götu þar sem Tjúlli bíður með skammbyssuna til taks ef á þarf að halda,
við göngum að bílnum, Tjúlli þíngmaður, Tjúlli póker, á Manni hann í
hlutabréfum? og Manni kvíslar að mér: Ég lét hann skrifa á blað fyrir mig,
ég sagði honum að það væri til konu minnar: Ég er orðinn leiður á öllu og
28