Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 39
Ökuferð: frá Skugganum til Djúpsins
hef í liyggju aS fyrir ... Ég þorði ekki að láta liann bæta við fara mér, drepa
mig eða þess háttar, aðeins vekja grun, því hann mundi hafa notað stagl og
neitað fyrir einkvers konar mannelsku að skrifa orð. En þetta mun Hnéfiðl-
an sjá þegar hún kemur heim án þess að fella grun til okkar (ég með höndina
í fatla), síðan fær Tónverkið að vita kvað um hann varð og auðvitað sjá að
það var Brjálæðið og ekkert nema Brjálæðið. Var það ekki gott! Það dugir,
segi ég. Eg lét hann vöðla miðanum saman og kasta í bréfakörfuna hans þar
sem hnéfiðlan mun finna hann, ef hún er þá ekki búin að vera, laglegt
sönnunargagn þegar þeir fara að rannsaka, var það ekki smekklegt? Stutt
og laggott má segja, og Tjúlli með vopnið í vasanum, hann ætlar að gera
það vegna penínganna, ég hef orðið til að samþykkja það, ekkert bítur fram-
ar á mér, því ætti eittkvað á mér að bíta. Tjúlli í pókernum, Tjúlli sem spilað
er út í þínginu, Tjúlli í skuld, Tjúlli í hlutabréfum eða kvað, skiptir það
nokkru máli, hann lángar í peníng, það er kannski ekki hann sem fremur
þetta fyrirhugaða morð, það er kannski fremur ég, ég slaga af tilfinnínga-
leysi, stend samt, liefst ekkert að, þori ekki að trúa á neitt, því skyldi ég trúa
á eittkvað. Það er ekki hægt að segja að Tjúllinn skjálfi, hann hefur kannski
spilað of mikinn póker, hann skelfur kannski af tilhlökkun yfir því fyrir-
hugaða frelsi sem hann heldur að hann hljóti fyrir peníngana, ef hlutabréfin
hafa ekki gert hann að pappír. Tjúlli seldur, eða kvað? hann ætlar að gera
það, jurtirnar hitna, það fer að loga, það snarkar og brælir í veröldinni,
hann ætlar sér að gera það! Mér er orðið heitt, ég bít í varirnar og hjólin
bera mig óðfluga nær þessu fyrirhugaða verki, renna og renna.
Við ökum einkverjar fáfarnar götur miðborgarinnar, það er engu líkara
en við séum drukkin, við verðum víst ekki á aðalbraut fyrr en við komum á
meginlandsveginn, við Tjúlli höldum þér niðri í aftursætinu til þess að þú
sjáist ekki að utan, við vöðlum þér saman á milli okkar, erum við drukkin,
við horfum á Manna meðan hann er að snúa sárabindið af handlegg sér.
Þvílík uppfinníng að hann skyldi hafa komið þér á þennan hátt til að skrifa
afsönnun á morðverki okkar, að hann þóttist sjálfur fatlaður og þess vegna
ófær um að skrifa, það var þá allt grín. Hann otar hendinni sem er í fatla að
þér um leið og hann leysir hana úr böndunum, alheill, og kastar sárahindinu
í fáng þér. Þú horfir á hann, nú fyrst hefurðu þor til þess. Þú undrast, segir
Manni brosandi. Þú undrast! Kvað ætlist þið fyrir, spyrðu, þig er víst farið
að gruna sitt af kverju, augu þín eru pýngd og andrúmsloftið er farið að
þýngjast. Þú munt komast að raun um það! Það heyrist ekkert um stund og
við heyrum þig draga andann og smjatta á túngu þinni, þú hefur risið að
29