Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar
nokkru til að fá séð yfir framsætisbakið til Hermanns, við leyfum þér það
því nú er enginn bíll í nánd, við nennum ekki að ýta þér niður meðan enginn
bíll er nærri, við Tjúlli sitjum í aftursætinu með hendur á hnjám og horfum
fýlulega fram á veginn, við nennum heldur ekki að segja orð meðan allt er
svona dauflegt, svækjan sest um okkur. Kvað ætlið þið að gera! spyrðu enn
og lítur til okkar við hlið þér, fyrst á mig, síðan á Tjúlla, við lítum ekki á
þig, ég finn á mér að þú lítur til okkar, við erum hlutlaus, við lítum jafnvel
ekki á þig. Hermann segir: Vertu kurteis Hans, það kostar ekkert að sýna
kurteisi, við ætlum bara að sýna þér kvað það kostar að liaga sér einsog þú
hefur gert. Kvað hef ég gert, spyrðu. Asta veit að ég hef ekki gert þér neitt.
Ég veit það ekki, segi ég. Svikari! hrópar Manni um öxl og munnvatnið
slettist á milli jaxla hans. Kvað á að gera við svikara! Er tónlistin svik,
segir þú, eru það svik að lifa fyrir tónlist? Við ætlum að fá þig til að vera
góðan, skilurðu, segir Manni. Fá þig til þess, kaupa þig til þess, ef ekki vill
betur til. Er nokkuð ljótt við það, er það ekki kurteisi? Ég skil ekki . .. segir
þú. Heldurðu að það sé ekki hægt að kaupa þig einsog aðra? Kaupa? við kvað
áttu? Heldurðu að það sé ekki hægt að kaupa smákarla sem jarma einhverja
siðfræði og tónlist, kne kne kne! Þögn. Kverju svararðu! ertu rola! Þú segir
ekki orð, augu þín ljóma frá birtunni að utan, svækjan klessist við mann.
Kvað haldið þið, spyr Manni, hann lítur á okkur Tjúlla og spyr. Hann verð-
ur góður, segir Tjúlli með hönd á tólinu, hann verður góður! Mig grunaði
aldrei að þið væruð svona spillt, svona . .. Kro kro, hélstu það ekki Hansi
minn, hélstu það ekki! Kvað var það þá sem þú hélst, a? kvað var það þá
sem gerði þig að þessum aumíngja, varstu kominn í spreng af blygðun, eða
öfund? Ég hef ekkert . .. Lús! Þú hefur alla ævi verið að laumast þángað
sem enginn tók eftir þér og verið samt með dellurækt. Er það ekki satt, a? Þú
átt ekki að haga þér svona, segi ég við þig, þvaðra á selló um stríð mannsins
og benda á hljóðfæragáng í stað þróttar og heilbrigðra viðskipta. Þú átt
ekki að haga þér svona, einsog lús, skilurðu! Skilurðu!!! Lús, segir Manni,
skilurðu það. LÚS! Haga mér kvernig? spyrðu. Kvað hef ég gert? Við
klófestum þig áður en þú lést verða af að birta Tónverkið, segir Manni. Við
ætlum að þagga niðri í þér í eitt skipti fyrir öll. í þessu verðum við Tjúlli
að keyra höfuð þitt niður á bak við framsætisbakið því nú erum við komin
inn á meginlandsveginn þar sem umferðin er meiri, allt er undarlegt. Þagga
niðri í? .. . Nema þú sverjir, segir Manni. Sverji kvað, kvað á ég að sverja?
Að þú verðir MAÐUR, segir Manni. Þú skilur: við höfum ekkert að gera
við svikara. Kvað á ég að sverja, spyrðu aftur og virðist ekki skilja kvað
30