Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 46
Tímarit Máls og menningar
hellir eldi yfir okkur, það er svækja í hári okkar, líkið flýtur við fætur mína,
ég spyrni í það fæti þegar ég finn á mér að útsogið verði til að fleyta því með
sér út á djúpið.
Það kemur aftur!
Er fjaran farin að rísa á móti sjálfri sér? Leitar likið aftur til mín? Það
fer, það kemur alltaf til mín, kvað er kurteisi? Ég sparka hranalega í líkið,
ég spyrni af öllum kröftum, ég slaga í öldunni. Líkið siglir út með kletta-
minni, kvað er drykkja, það heldur áfram út með klettunum. Það sekkur,
segir Manni. Nei, það kemur til okkar! segi ég, það flýtur upp á landið! Þótt
það sykki ekki þá er það búið, þótt það fylgdi okkur þá er það búið, hann
skrifaði undir það sjálfur, hann hefur sannað dauða á sjálfan sig, hann um
það. Tónverkið hugsar bara: Hann var þá svona bilaður! Komiði, segir
Manni og hrækir af viðbjóði eða kvalalosta. Mér finnst einsog grjótið hafi
hitnað og líka túnglið. Er mér sjálfrátt. Kemur líkið aftur. Hitinn er að æra
mig, það er klígjandi, blóðið þrengir sér niður í lúngun svo að ég berst við
að draga andann. Loftið verður límkennt af svækjunni, loftið þjarmar að
manni, komdu Mars, vertu með jörðinni, nú er líkið að koma. Svignar það
einsog grindarlaust skvap í flæðarmálinu? .. .
36