Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 51
Davíð Stefánsson Bréf til Theodóru Thoroddsen (1917-1921) Fagraskógi 13. 9. ’17. Sælar og blessaðar frú Thoroddsen. Það er bæði synd og skömm að hafa ekki skrifað yður fyrir langa löngu, því þér ættuð skilið að ég sendi yður klyfjaðan hest með hverjum pósti. í annarri klyfjinni ættu að vera góð bréf, full af þakklæti til yðar, en hinni ættu að vera ljóð, sem væru samboðin yður, besta þuluskáldinu á íslandi. En ég hefi verið undra latur í sumar. Þó hafa komið þeir dagar að ég hefi barist grimmilega við heimskuna í mér en hefur þó orðið allt of lítið ágengt. Undir áhrifum frá henni hefi ég sungið nokkra Davíðssálma sem taka yfir ein tvö þrjú blöð í hinni helgu bók minni þegar hún kemur. Það er allt blessað og gott. Mér hefur liðið allt of vel í sumar í samanburði við marga aðra. Kjörum mannanna er misskipt og þó eiga sennilega allir sína gleðidaga og sorgarnætur. Ég þekki konu sem er svo mikil hetja að hún ber sig betur með holundar sár - en ég með smáskurfu. Þér þekkið hana. Þulan sem þér senduð mér er snilldarverk - og bestu þakkir fyrir hana. Hún má ekki vera lokaþáttur yðar, það væri synd. Þuluhátturinn hefur eitthvert undravald yfir mér. Ég dáist að honum og dýrka hann. Bið að heilsa Láru. Sennilega kem ég ekki suður í haust. Það eru ýmsar bjargir bannaðar. Býst við að lesa heima minnsta kosti framan af, hvað sem svo verður. Ég kvíði fyrir vetrinum, hér út á hjara veraldar. En allt fer það einhvern veginn. Ef ég verð hraustur og ekki allt of latur - hef ég hug á að gjöra mikið í vetur. Ég byggi mér loftkastala í miklum móð - en þeir hrynja jafnóðum -. Ekkert hefi ég sent Dr. eða öllu réttara Prófessor Ágústi B. og býst við að hann sé ekki hýr undir niðri í minn garð. En hvað um það. Ég ætla að sýna hans hátign að ég er ekkert Iðunnar né Ágústar hirðskáld. Svo kveð ég yður í þetta sinni, frú Thoroddsen, með þakklæti fyrir allt og allt. Ljóðin sem ég sendi yður eru sum meingölluð og varla ferða fær. GuSs ',i5i Davíð Stefánsson. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.