Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
9 David Hilbert (1862-1943), kunnur þýskur stærðfræð'ingur.
10 L. E. J. Brouwer (1880-1966), hollenskur stærðfræðingur, höfundur svonefndrar
„innsæisstefnu“ (intuitionisma) j stærðfræði.
11 Karl Menger (1840-1921), austurískur þjóðhagfræðingur, upphafsmaður hins svo-
nefnda „austurríska skóla“ í þjóðhagfræði. Kenning Mengers um vörugildið sem hér
er lauslega ýjað að var í stuttu máli þessi: Gildi vörunnar ræðst af því liversu nauðsyn-
lega við álítum hana vera fyrir fullnægingu tiltekinr.a þarfa. Menger veittist að þeirri
skoðun Ricardós ofl. að gildi vörunnar réðist af þeim tíma sem varið væri til fram-
leiðslu hennar. Menger leit svo á, að enginn hirti um það í sínu daglega lífi á hvern
hátt varan hefði orðið til. Hver og einn legði mat á vöruna eftir þeim notum sem hann
hefði af henni og því, hvers hann færi á mis ef hann þyrfti að vera án hennar.
12 Machismi er kenndur við austurríska eðlisfræðinginn og heimspekinginn Ernst
Mach (1838-1916), sem m. a. hélt fram þeirri skoðun að þekkingin væri grundvölluð á
einföldum skynhrifum og að í raun væri „heimurinn" ekki annað en heild skynjana
okkar.
13 Ný-Berkeleyanismi er kenndur við írska heimspekinginn George Berkeley (1685-
1753), sem m. a. er frægur fyrir þá skoðun sína að rangt sé að tala um efnislega hluti
sem séu óháðir meðvitund okkar og orki á hana: ldutirnir eru raunverulegir með því að
þeir eru viðfang skynjunarinnar: esse est percipi. Mennirnir skynja að sjálfsögðu aðeins
brot af heiminum, en heimurinn er eilíflega skynjaður af guði.
14 Um aðför Berkeleyanismans að orsakalögmálinu segir Björn Franzson m. a. í bók
sinni Efnisheimurinn: „Vér skulum ekki eyða mörgum orðum að slíkri heimspeki, en
láta oss nægja að spyrja fulltrúa hennar þessarar spurningar: „Af hvaða orsökum er
orsakalögmálið úr gildi fallið?" Og þeir svara: „Af þeim orsökum, að hin nýrri vísindi
hafa komizt að niðurstöðum, sem við viljum leggja í þann skilning." Af þeim orsökum!
Það er að segja: Til þess að nema úr gildi orsakalögmálið, þarf maður á orsakalög-
málinu að halda. En orsakalögmálið er vitanlega ekki hægt að nema úr gildi. Án þess
væru öll vísindi óhugsanleg, öll hugsun ómöguleg." (Bls. 163).
15 Um slíkar tilraunir heimspekinga til að afneita tilvist efnisins, segir Björn Franz-
son m. a. í áðurnefndu riti sínu um efnisheiminn: „Fulltrúar þessarar heimspekistefnu
Platons og Berkeleys grípa fegins hendi við þeirri staðreynd, að uppgötvaður hefur
verið nýr eiginleiki efnisins, sá, að það hagar sér stundum á þann hátt, að vér kunnum
ekki að lýsa þvi betur með öðru en líkja því við ölduhreyfingu. Þetta túlka þeir þannig,
að efnið sé horfið, vísindin hafi sannað, að það hafi aldrei verið annað en ímyndun.
Það er eins og ef sagt væri, að ljósið hefði horfið, glatað raunveruleik sínum, þegar
Huyghens sýndi fram á, að það hagaði sér eins og ölduhreyfing. Auðvitað er slík heim-
speki sem þessi ekkert annað en fásinna og fjarstæða, sem á sér engan stað í niður-
stöðum nútímavísinda, enda þótt lærðir prófessorar láti sér hana stundum um munn fara.
Efnið er jafnraunverulegt og það hefur alltaf verið. Vér gætum jafnvel sagt, að það
væri nú raunverulegra en áður, í þeim skilningi, að vér höfuð nú öðlast réttari skilning
á eðli þess. Uppgötvaður hefur verið nýr eiginleiki efnisins, sem áður var of lítill gaumur
gefinn: hreyfingin. Efnishlutirnir, efniseindirnar eru ekki aðeins sjálfar á sífelldri hreyf-
ingu, heldur felst hreyfingin með nokkrum hætti í þeim sjálfum sem djúptækari eðlis-
þáttur."
66