Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 78
Tímarit Máls og menningar
með því að öll lögmál heyra til skynseminni, verður afhjúpunin á löggengi sögunnar
jafnframt lýsing á þroskasögu skynseminnar, þeas. lýsing á því hvernig mennirnir komast
til meðvitundar um samfélag sitt sem „skynsemina holdi klædda". - Þó er ávallt viss
munur á sjálfsvitund manna og samfélagsveruleikanum, en sá munur er samkvæmt Hegel
driffjöður hinnar sögulegu framvindu.
Lýsingar Hegels á innri móthverfum þjóðfélagsins hafa opnað fjölmargar leiðir til
nýs skilnings og þekkingar á eðli þjóðfélagsgerðarinnar og hafa félagsfræðingar og heim-
spekingar sótt ótal mikilvægar hugmyndir og frjóar vinnutiigátur til verka Hegels. Ástæð-
an til þess er víðsýni Hegels, sem á rætur sínar að rekja til þeirrar hugsunaraðferðar, sem
kennd er við „díalektík“: réttan skilning á hlutunum fáum við ekki með því að skoða
þá útfrá aðeins einu fræðilegu viðhorfi. I raunveruleikanum liorfa hlutirnir ávallt á
marga vegu hver við öðrum og skylda fræðimannsins er að skoða tengsl hlutanna sjálfra,
þ. e.a. s. gagnvirk eða dialektísk áhrif þeirra innbyrðis.
21 Giordano Bruno (1548-1600), einn kunnasti heimspekingur Itala á Endurreisnar-
tímabilinu. Hann var dæmdur fyrir trúvillu og brenndur á báli í Róm árið 1600.
22 Georges Sorel (1847-1922), franskur félagsfræðingur og heimspekingur. Sorel setti
fram þá hugmynd að verkalýðurinn yrði að stunda einskonar „sálrænan skæruhernað"
ef hann hyggðist komast til valda. Vænlegustu haráttuaðferðir áleit hann vera skemmdar-
starfsemi, verkföll og vinnubann á þá verkamenn sem skoruðust undan þátttöku í bar-
áttunni.
23 Mínerva var hin rómverska gyðja handiðna og lista, hliðstæða gyðjunnar Aþenu
í grísku goðafræðinni.
68