Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 82
Tímarit Máls og menningar
menn missa algerlega sjónar á því, hvernig samfélagið notar sér störf þeirra.
Slíkt getur vissulega verið ríkjandi stéttum í hag. Svo að nýlegt dæmi sé
tekið, hefði það eflaust getað orðið handarískum ráðamönnum óþægur ljár
í þúfu, ef tæknimennirnir, sem hugsuðu upp vígvélar Víetnamstríðsins, hefðu
hugleitt fyrirhugaða beitingu þeirra frá örlítið víðara sjónarhorni en vald-
hafarnir ætluðust til. — Þótt ég hafi hér einkum rætt um sérhæfingu raun-
vísindamanna, fer því fjarri að vandinn takmarkist við þá eina; ég minni t.
d. á þann hættulega þankagang að stjórnmálamenn einir skuli fjalla um
þjóðmál, en þarf varla að fjölyrða frekar um hann á þessum vettvangi,
enda væri ég þá kominn út fyrir efnið.
Að lokum þessa sundurlausa spjalls vil ég vekja athygli á því, hve sann-
spár Bloch hefur reynst þegar hann minnir á að „náttúruríkið með öllum
þeim huldu öflum, sem það býr enn yfir, er eitt með mannkyninu". Þetta
hefur orðið að áiirínsorðum með hinni margumræddu vistkreppu, sem vofir
nú yfir mannkyninu vegna þess að náttúruríkið getur ekki staðið undir því
margvíslega og hraðvaxandi álagi, sem stafar af umsvifum manna og
birtist bæði í gegndarlausri sóun hráefna og auðlinda og ógnvekjandi meng-
un. Allt þetta er afleiðingar „framfara“, sem orðið hafa með atbeina vísinda
og tækni. Vistkreppan færir okkur því m. a. heim sanninn um, hvílík skamm-
sýni það er að líta á starf vísindamannsins óháð félagslegum afleiðingum
þess.
72