Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Page 85
Sverrir Kristjánsson Síðasti íslendingurinn Titill þessa stutta erindis er runninn frá engum öðrum en Jóni Sigurðssyni. Svo mjög þótti honum koma til um þann mann, sem leiddur var ásamt tveimur sonum sínum til höggs á Skálholtsstað þann 7. dag nóvembermán- aðar árið 1550. Hörð orð í munni manns, sem kunni betur skil á sögu Islands og sjálfstæðisbaráttu þess en nokkur annar maður fyrr og síðar. Þau mættu kannski koma við kaunin á okkur sem nú lifum, því að svo varð píslarvotturinn kynsæll, að ættfræðingar telja, að flestir íslendingar af kyn- slóðum þessarar aldar megi rekja ættir sínar til hans. Ég þori hvorki að neita né játa, en ef rétt er með farið þá rennur í æðum okkar það blóð, sem út- hellt var á Skálholtsstað. Og við mættum þá sannarlega minnast hins forna franska málsháttar: noblesse oblige - því fylgir nokkur skylda að vera kom- inn af aðli. Þegar horft er yfir sögu íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu virðist hún hafa mjög fáa dramatíska drætti. Það er eins og spennuna vanti í bogastrenginn, átökin ekki með þeim hætti að teflt sé um líf eða dauða. Lengst af háðum við þessa baráttu með því að munnhöggvast við norska og danska konunga og þeirra umboðsmenn, hirðstjóra, höfuðsmenn og fógeta svo sem lögfræðinga er háttur í réttarsal. Oftar en ekki lutum við að vísu hátigninni, en stóðum jafnan á réttinum, svo sem haft er eftir einum höfðingja íslenzkum er gekk á konungsfund til að fá leiðréttingu mála sinna. En við höfðum venjulega vaðið fyrir neðan okkur. Við tregðuðumst við að fórna alltof miklu. Ekki þarf annað en bera saman baráttu íra og Pólverja, svo eitthvað sé nefnt, og verður þá ljós munurinn á þessum þjóðum og okkur íslendingum. Við höíð- um að vísu ekki fyrr svarið Noregskonungi trúnaðareiða og heitið honum skatti með innilegum lunta en við fórum að nudda í hátigninni og hennar þénurum að sáttmálar væru ekki haldnir. En nuddið í okkur var venjulega aðeins lögfræðilegt, margslungið júristerí, enda veit ég enga aðra þjóð svo útsmogna í lögkrókum og íslendinga og þarf ekki annað en glugga í Njálu, þessa bók íslenzkra bóka, til að sannfærast um þetta. Við hopuðum aldrei af vettvangi lögfræðinnar, fornra laga og réttinda, hvað sem tautaði og raulaði 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.