Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 87
SíSasti Islendingurinn aldir töldum við okkur þegna Noregskonungs þótt danskir konungar væru okkar herrar frá því um aldamótin 1400. Það er athyglisvert, að Jón Arason og synir hans vitna jafnan í skyldur Islendinga við Noregskonunga, í lög Noregs og íslands, en minnast aldrei á Danakonung, hvorki að því er varðar skyldur eða réttindi. En nú hafði Kristján III. konungur Danmerkur afnumið norska ríkisráðið og mælt svo fyrir, að Noregur skyldi ekki vera né heita konungsríki heldur liðamót Danmerkurríkis og lúta krúnu Danmerkur um eilífð alla, svo sem það var orðað. Olafur Engilbrektsson erkibiskup í Noregi hóf uppreisn gegn Dönskum, en var ofurliði borinn og varð að flýja land. Bæði í Noregi og á íslandi eru kaþólskir biskupar síðustu fulltrúar inn- lends sjálfstæðis. Annar bjargaði sér á flóttanum, hinn missti höfuð sitt undir böðulsöxi. Örlög Jóns Arasonar og sona hans eru í fullu samræmi við öld siðaskipt- anna í Evrópu, er allt mannlíf var ofurselt hamslausum ástríðum, og þau voru tákn þess, að ísland hafði í ríkara mæli en fyrr samtvinnazt atburða- rás evrópskrar sögu. ísland naut ekki lengur þeirra fríðinda og griðastaðar að vera útkjálkahreppur fjarri lögsögu annarra. Islendingar drógust inn í flaum og straumiðu umheimsins, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. I þrjár aldir höfðum við að vísu lotið formlega erlendum þjóðhöfðingjum, en í reynd að miklu leyti óáreittir og óháðir, og þegar fulltrúar erlends valds gerðu sig digra var það ýmist að við drekktum þeim eða drápum með öðrum hætti. Þegar Leó páfi X. spurði tíðindin af mótmælum Lúthers taldi hann þetta venjulegt munkakarp. Slíkt var ekki ný bóla og að vissu leyti hafði hann á réttu að standa. En hann skildi ekki, að oft er þrasið upphaf heimssögulegra viðburða. Áður en varir bresta loftbólurnar og holskeflan rís brydduð hvítu og þá er margri bátsskelinni voðinn vís. Það kom brátt í ljós að siðaskipti Lúthers og annarra mótmælenda fólu í sér annað og meira en dogmatískar deilur um náð guðs og hlut mannlegra verka í endurlausninni eða útvalningu frelsaðra og fordæmdra. Það er furðu- legt hve guðfræði getur breytzt skjótt í hagfræði. Boðskapur Lúthers hefði ekki átt svo skjótu fylgi að fagna ef furstar, þjóðhöfðingjar, ágjarnir borg- arar og aðalsmenn hefðu ekki séð sér leik á borði og sölsað undir sig kirkju- eignir og klaustra, tíundir og afvinnur. Víða um Evrópu urðu siðaskipti til þess að alefla ríkisvaldið, festa þjóðrikin í sessi, blása borgarastéttinni byr í segl, m.ö.o. grundvalla þann heim, sem er heimur okkar í dag. En á íslandi gegndi allt öðru máli. Hér urðu siðaskiptin til þess að svipta okkur fornum 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.