Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 103

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Side 103
Um stafsetningu, íslenskrar tangu að í minni sveit hafi tíökast að gera greinarmun í framburði eftir því sem ritað er, þannig að sérhljóðið væri lengra, þar sem eitt n er í endingum, enda þótt í áherslulausri samstöfu sé, - nálin - langt i, bollinn - stutt i. Eg hygg, að sá framburður eigi sér fornar rætur. En þótt svo sé, tel ég vonlaust að gera hann gildandi fyrir alþjóð. En þegar ég fór að kynna mér færeyskt ritmál, kom mér til hugar, að ef til vill gætum við farið að eins og þeir að rita aðeins einfalt n í viðskeyttum greini og endingum lýsingarorða og lýsingarhátta. Björn M. Olsen ræðir einnig þetta mál í ritgerð sinni. En hann varpar fram þeirri hugmynd að rita þarna alls staðar nn, og raunar er það í meira samræmi við framburðinn, þar sem sérhljóðið verður þarna jafnan stutt í framburði flestra manna. Ársæll heitinn Sigurðsson skólastjóri, var einhver færasti og lærðasti móð- urmálskennari í barnakennarastétt. Eitt sinn varpaði ég því fram í viðtali við hann, hvort við gætum ekki tekið hér upp sömu reglu og Færeyingar, en Fær- eyingar hafa varðveitt hið forna beygingakerfi norræns máls næstum alveg á sama hátt og við. „Þetta hefur nú stundum hvarflað að mér,“ sagði Ársæll, „og leyfa þá þeim, sem sýna vilja lærdóm sinn að setja strik yfir eins og áður tíðkaðist, þegar tákna skyldi tvöfaldan samhljóða.“ Nú hefur einn ágætur fræðimaður Stefán Karlsson varpað fram svipaðri hugmynd í grein, sem hann birti í Samvinnunni. Ég held því, að þetta atriði mætti vel hugleiða. Vissulega mætti ræða fleiri atriði íslenskrar stafsetningar en ég hef gert hér. Ég hef kosið að ræða þau helst, sem eru tímafrekust í kennslu, en skipta litlu máli, þegar meta skal menntandi áhrif móðurmálskennslunnar. Auðvitað mætti fella niður stafinn X, en það tekur því varla að deila um það, hvort svo skuli gera. Margir mundu eiga erfitt með að venjast þeim orðmyndum, sem nú eru ritaðar með x, ef farið væri að rita þær með gs eða ks. Vinir z-unnar hafa haldið því fram, að óhæfa væri að tala um erfiði við að læra íslenskt mál. Þetta má vissulega til sanns vegar færa, ef nemendur hafa erindi sem erfiði. En erfiði, sem lítið eða ekkert gefur í aðra hönd, og helst gæti vakið óbeit og leiða á námsgreininni, væri bjarnargreiði við nem- endur og síst til þess fallið að auka veg íslenskrar tungu. Ennfremur hefur z verið talið það til gildis að margir bestu og færustu unnendur íslenskrar tungu hafi viljað hana feiga og reynt að ráða niðurlögum hennar, en allt hafi hún staðið af sér. Sér er nú hver röksemdafærslan. Ekki veit ég betur, en að mestu vitringar allra alda hafi reynt að vinna bug á vanþekkingunni og heimskunni, og þó lifir heimskan góðu lífi og mun gera enn um skeið. 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.