Tímarit Máls og menningar - 01.11.1974, Síða 105
Olafur Tryggvason
Um lieimspekirit Brynjólfs Bjarnasonar
Brynjólfur Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra hefur nú skrifað fimm
bækur um heimspeki: Forn og ný vandamál, Gátan mikla, Vitund og verund,
Á mörkum mannlegrar þekkingar og Lögmál og frelsi. Allar bækurnar eru
mjög markverðar og girnilegar til fróðleiks.
Bækurnar eru í fyrsta lagi ýtarleg greinargerð um skoðanir og kenningar
merkustu heimspekinga vestrænna þjóða, og í öðru lagi hvöss gagnrýni á
viðhorf og niðurstöður heimspekinganna. En heimspekin fjallar eins og lög
gera ráð fyrir um óhagganleik náttúrulögmálanna og tilverurök mannlegs
lífs. Spurningin um tilgang mannlífsins og stöðu mannsins í alheiminum er
grundvallarvandamál hennar. Lífsgátan meginviðfangsefnið. Höfundur þess-
ara nefndu bóka tekur sér því stórbrotið og veglegt viðfangsefni á hendur.
Hvernig skyldi honum takast það?
Ekki er nokkur leið að gera viðhlítandi grein fyrir aðferðum og niður-
stöðum höfundar nema því aðeins að vitna rækilega í bækur hans, en þá er
sú hætta á næsta leiti að ritgerðin verið um of langdregin, því vandfundinn
er hinn gullni meðalvegur. Ber því fremur að líta á þessa ritsmíð sem rit-
gjörð -— hugleiðingu, en ekki ritdóm; og þá fyrst og helst, tilraun til saman-
burðar á heimspekilegu fegurðarhorfi efnishyggjumanns og trúarhorfi eða
tilfinningalegri sannfæringu trúmanns í allvíðtækri merkingu.
Freistandi væri að skipta heimspeki Brynjólfs í þrjá höfuðþætti, ef verða
mætti til þess að auðvelda skilning á þessu yfirgripsmikla og erfiða viðfangs-
efni, og nefna þættina: Heimspeki hugsunarinnar, heimspeki fegurðarinnar
og heimspeki athafnanna. Ég legg þó ekki út á þá braut. Hins vegar legg ég
áherslu á það inntak allrar jákvæðrar hugsunar, að allar skilgreiningar á sál-
rænum eiginleikum og huglægum viðhorfum eru næsta handahófskenndar.
Þættir sálarlífsins eru svo samtengdir að stefna lífsferlanna stjórnast af heild-
inni. Hitt leiðir oft á villigötur að aðgreina þættina um of. Hinn hreini skiln-
ingur og aðgát í návist verðmætanna, felst í þeirri vitund, sem skynjar ein-
95