Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 18
Tímarit Máls og menningar
áhugasamar og undrandi. Til skýringar tók ég hettuna af pennanum
mínum, dró rissblokk úr vasanum, reyndi að sýnast hugsi, horfði rann-
sakandi á þær og fór síðan að skrifa. Það varð hávær kliður í stofunni.
Maður sem stóð við dyrnar spurði mig einhvers á mandarínmállýsku
og mér tókst að skilja hann. Hann sagði fólkinu í stofunni að ég væri
amerísk, blaðamaður. Jú, ég væri menntakona en hefði einu sinni verið
verkakona. Þegar hann kom þessu áleiðis virtust þær eiga erfitt með að
trúa því.
Stúlkur fýlltu bekkina og aðrar þrengdu sér að baki þeim. Með hjálp
örfárra orða sem ég kunni í mandarín komst ég að því að sumar þeirra
unnu sér inn 8—9 dali á mánuði, örfáar 11. Þær unnu tíu klukkustundir
á dag, ekki átta eins og fylgdarmaður minn hafði sagt. Einu sinni höfðu
þær unnið 14 stundir.
Orðaforðinn brást mér svo ég bætti hann upp með rissmyndum i
vasabókina mina: Ég teiknaði mynd af spunastöð og feitum manni
sem stóð hlæjandi uppi á þaki, síðan aðra mynd þar sem feiti maðurinn
grét af þvi röð af stúlkum stóð allt í kringum spunastööina og héldust í
hendur. Þær veltu vöngum yfir þessum teikningum, en síðan hrópaði ein
stúlknanna tvö orð og þær fóru allar að leika verkfall. Þær krosslögðu
handleggi eins og þær neituðu að vinna, en sumar þeirra hvíldu olnbog-
ana á borðinu og hneigðu höfuð sín eins og þær neituðu að hreyfa sig.
Þær hlógu, tóku saman höndum og drógu mig með sér. Við stóðum allar
og héldumst í hendur, mynduðum hring og hlógum. Já, þannig fóru þær
að því að fá 10 stunda vinnudag!
Meðan við stóðum þarna fór ein stúlkan allt i einu að syngja, hárri
bjartri röddu. Jafn skyndilega hætti hún. Allar hinar í stofunni sungu
svarið á móti. Aftur og aftur söng hún spurningu og hinar svöruðu, en ég
var frá mér numin en gramdist um leið að geta ekkert skilið af þessu.
Þessi undarlegi söngur var á enda og þær fóru að krefja mig um
eitthvað í staðinn. Þær vildu fá söng! Mér datt í hug Marseillaise og söng
hann. Þær hrópuðu og vildu meira og ég reyndi Intemationalinn og hafði
nánar gætur á þeim á meðan. Þær þekktu hann alls ekki. Hananú, hugsaði
ég, þessar stúlkur eru ekki í neinum kommúnistasellum!
Ofurlítill kliður fór um stofuna og ég sá að maður stóð í dyragættinni
392