Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 18
Tímarit Máls og menningar áhugasamar og undrandi. Til skýringar tók ég hettuna af pennanum mínum, dró rissblokk úr vasanum, reyndi að sýnast hugsi, horfði rann- sakandi á þær og fór síðan að skrifa. Það varð hávær kliður í stofunni. Maður sem stóð við dyrnar spurði mig einhvers á mandarínmállýsku og mér tókst að skilja hann. Hann sagði fólkinu í stofunni að ég væri amerísk, blaðamaður. Jú, ég væri menntakona en hefði einu sinni verið verkakona. Þegar hann kom þessu áleiðis virtust þær eiga erfitt með að trúa því. Stúlkur fýlltu bekkina og aðrar þrengdu sér að baki þeim. Með hjálp örfárra orða sem ég kunni í mandarín komst ég að því að sumar þeirra unnu sér inn 8—9 dali á mánuði, örfáar 11. Þær unnu tíu klukkustundir á dag, ekki átta eins og fylgdarmaður minn hafði sagt. Einu sinni höfðu þær unnið 14 stundir. Orðaforðinn brást mér svo ég bætti hann upp með rissmyndum i vasabókina mina: Ég teiknaði mynd af spunastöð og feitum manni sem stóð hlæjandi uppi á þaki, síðan aðra mynd þar sem feiti maðurinn grét af þvi röð af stúlkum stóð allt í kringum spunastööina og héldust í hendur. Þær veltu vöngum yfir þessum teikningum, en síðan hrópaði ein stúlknanna tvö orð og þær fóru allar að leika verkfall. Þær krosslögðu handleggi eins og þær neituðu að vinna, en sumar þeirra hvíldu olnbog- ana á borðinu og hneigðu höfuð sín eins og þær neituðu að hreyfa sig. Þær hlógu, tóku saman höndum og drógu mig með sér. Við stóðum allar og héldumst í hendur, mynduðum hring og hlógum. Já, þannig fóru þær að því að fá 10 stunda vinnudag! Meðan við stóðum þarna fór ein stúlkan allt i einu að syngja, hárri bjartri röddu. Jafn skyndilega hætti hún. Allar hinar í stofunni sungu svarið á móti. Aftur og aftur söng hún spurningu og hinar svöruðu, en ég var frá mér numin en gramdist um leið að geta ekkert skilið af þessu. Þessi undarlegi söngur var á enda og þær fóru að krefja mig um eitthvað í staðinn. Þær vildu fá söng! Mér datt í hug Marseillaise og söng hann. Þær hrópuðu og vildu meira og ég reyndi Intemationalinn og hafði nánar gætur á þeim á meðan. Þær þekktu hann alls ekki. Hananú, hugsaði ég, þessar stúlkur eru ekki í neinum kommúnistasellum! Ofurlítill kliður fór um stofuna og ég sá að maður stóð í dyragættinni 392
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.