Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 20
Charles Bettelheim
Stóra stökkið afturábak
Útdráttur úr ritgerá um endalok kínversku menningarbyltingarinnar, birt íMonthly
Review, 3. hefti 1978.
„Saga mannfélagsins hefur fram að
þessu verið saga um stéttabaráttu'1.
— Karl Marx og Friedrich
Engels, Kommúnistaávarpið.
Inngangur
Hinn 11. maí 1977 sagði prófessor Charles Bettelheim af sér sem formaður
Fransk-kínversk vináttufélagsins. Sem ástæðu fyrir afsögn sinni tiltók hann
þróun mála í Kína eftir lát Mao Tse-tung og efasemdir um heiðarleik og
byltingarsinnaðan vilja hinna nýju valdhafa í Peking. I afsagnarbréfi sínu taldi
Bettelheim sérstaklega að gagnrýnin á „f)órmenningana“ bæri meiri keim af
yfirbreiðslu en stéttarlegri greiningu, og taldi hann að herferðin gegn þeim væri
gerð í því skyni að styrkja borgaraleg öfl til valda innan Kommúnistaflokks
Kína. Taldi hann að nauðsynleg gagnrýni á framkvæmd menningarbyltingar-
innar hefði ekki síður beinst að hinum jákvæðu þáttum hennar en hinum
neikvæðu og að engin tilraun væri gerð til að greina þar á milli. Núverandi
stefna miðaði öll að því að efla vald sérfræðinga og flokksgæðinga á kostnað
þeirrar lýðræðisbylgju, sem menningarbyltingin hefði vakið. Forréttindahóp-
arnir — hin borgaralegu öfl innan flokksins með Teng Hsiao-ping í broddi
fýlkingar — hefðu orðið ofaná i stéttabaráttunni í Kína. í stað tjáningarfrelsis
og sjálfstjórnar væri nú megináhersla lögð á vinnuaga og löghlýðni, efnahags-
lega mismunun og takmörkun á möguleikum nemenda hinna afskiptari stétta
til framhaldsnáms með ströngum prófum. Þá átaldi prófessor Bettelheim hina
nýju valdhafa í Kína fyrir daður við bandaríska heimsvaldasinna og stuðning við
afturhaldsöfl meðal þróunarríkjanna, sem hefðu rúið Kína stuðningi allra
framfarasinnaðra afla í þriðja heiminum og veitt „sósíal-heimsvaldastefnunni“
byr undir vængi. Afsagnarbréf Bettelheims birtist m.a. í franska dagblaðinu Le
Monde og þótti sæta tíðindum meðal áhugamanna um framgang kínversku
394