Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 44
T/marit Máls og menningar
Zhou Enlai — sameiningartákn lýðrœðislegrar stjómarandstöðu
Fyrsta daginn stend ég lengi við borðstokkinn á þriðja farrými og nýt
útsýnisins. Ferjan þjösnast þunglega gegnum klassískt kínverskt lands-
lagsmálverk með bröttum klettum, skógi vöxnum fjallahlíðum, pagóð-
um sem eru að hálfu sveipaðar í þoku. Beint yfir höfði mér gellur í
hátalaranum. (A mínu farrými er strax dregið niður í honum ef einhver
kveikir á tónlistardagskrá útvarpsins). Núna er dagskrá um hinn látna
forsætisráðherra, Zhou Enlai. Hópur ungra barna sver Zhou Enlai eilífa
hollustu í skrækum talkór: „Elsku Zhou afi, hvíldu í friði, við munum að
eilífu minnast þín og ganga áfram þá braut sem þú hefur markað, halda
hugsun Mao Zedongs hátt á loft, framkvæma „hina fjórþættu endur-
nýjun“ . ..“ A milli talkóranna mælir grátklökk kennslukonurödd fram
áminningar til barnanna. Svo byrjar talkórinn aftur og tónhæð og
hljómfall minnir á Mikka mús.
A meðan við siglum áfram með háværum vélarskellum verður mér
hugsað til þess táraflóðs sem úthellt hefur verið vegna Zhou Enlai. Ég var
sjálfur vitni að því hvernig samstúdentar mínir við Pekingháskóla bein-
línis flóðu í tárum þegar fréttin um lát hans barst í janúar 1976. Ég tók
þátt í minningarsamkomu um Zhou í verksmiðju. 3000 menn þrengdu
sér saman í litlum matsal og grétu. Á næstu mánuðum breyttust
minningarhátíðirnar um Zhou í hatramma fjöldafundi sem náðu há-
marki á Quing Ming — fundinum á torgi hins himneska friðar í Peking
í apríl 1976.
Með þessum fjöldafundum tók ný stjórnmálahreyfing að mótast.
Hreyfingunni var að hluta til beint gegn maóismanum og málsvörum
hans og að hluta gegn ólýðræðislegri borgarstjórn sem átti völd sín
fremur að þakka öryggislögreglunni en atfylgi byltingarnefndanna. í það
skipti — 1976 — voru mótmælin brotin á bak aftur, hundruð sett í
fangelsi og misþyrmt. Tveimur og hálfu ári seinna var þeim loksins sleppt
úr haldi — í nóvember 1978 — og hylltir sem frelsishetjur. Þeir höfðu
ekki fyrr verið látnir lausir en upp hófst sú bylgja mótmælaaðgerða og
veggblaðaumræðna sem settu svip sinn á Peking og Shanghai í fyrravetur,
418