Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 48
Tímarit Máls og menningar miklu leyti taka á þá til eftirbreytni er einna efst á baugi. Úrslitaatriði gagnvart núverandi endurbótastefnu í efnahagsmálum er einmitt spurningin um það hvað sé hagkvæmt að ganga langt í átt til þess að gefa framleiðslueiningunum efnahagslegt sjálfstæði). Ritstjórinn okkar fyllir flokk „rétttrúnaðarmanna“ í þessum deilum um efnahagsmál. Hann getur ekki fallist á þá kenningu að gildislögmálið sé efnahagsleg grundvallarforsenda sósíalismans. Þeirri kenningu er einkum haldið fram af Sun Ye-fang, hagfræðingi sem var gagnrýndur af Maó-arminum þegar um 1962 en hefur nýlega verið endurreistur. Á móti er það skoðun ritstjórans, sem er í samræmi við skilgreiningu Stalíns, að gildislögmálið sé sögulega tengt vöruframleiðslunni og muni deyja út smám saman ásamt henni. En jafnframt er hann ákafur talsmaður þess að nýta þá efnahagslegu starfsemi sem byggð er á gildislögmálinu til hins ýtrasta. Á eftirfarandi hátt lýsir hann meginatriðum væntanlegra efna- hagsumbóta: Afskriftakerfið miðist við ástand viðskiptalífsins þannig að afskriftirnar standi í eðlilegu samhengi við fjárfestingarupphæðina; fýrirtækin fái að safna meira einkafjármagni sem þau verji að eigin vild; hluta ágóðans sé skipt sem aukaþóknun milli duglegustu verka- mannanna; bankar og vextir gegni stærra hlutverki innan efnahagslífsins. Rætt hefur verið um talsvert djúptækar breytingar bæði í efnahagslífi og efnahagslegri hugmyndafræði. Ný hugtök eru rædd af ákafa en gamalkunnar kenningar eru dregnar í efa. Ritstjórinn ber þessu ástandi greinilegt vitni þegar ég spyr hann hvort Sovétríkin séu í raun og veru kapítalísk — og hvers kyns kapítalismi það sé? „Það er einmitt það sem við erum að brjóta heilann um þessa dagana,“ svarar hann og brosir breitt. „Áður afgreiddum við það mál á allt of einfaldan hátt.“ (Eftir vinslitin milli Kínverja og Sovétmanna í byrjun sjötta áratugarins hafa Kínverjar lýst ríkjandi stétt Sovétríkjanna sem „einokunar-borgarastétt“ án þess nokkru sinni hafi verið lögð fram raunveruleg hagfræðileg skilgreining á gerð hins sovéska ,,kapítalisma“.) Kokkurinn makalausi rýfur samtalið við þennan háttsetta félaga frá Dagblaði alþýðunnar og fer með okkur niður á útsýnisþilfar þriðja farrýmis. Maturinn er dreginn upp úr eldhúsinu fyrir neðan okkur. Kynstur dásamlegra rétta. Við borðum í snatri meðan áhorfendurnir fyrir 422
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.