Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 53
Þórbergur Þóróarson Bréftil Gabriel Turville-Petre Reykjavík, 23. október 1933. Kæri vinur. Ég þakka þér bréf þitt. Ekki veit ég, hvað gera skal viðvíkjandi málfræðinni. Ég hygg, að hún mundi seljast, svo að útgefandinn þyrfti varla að óttast, að hann fengi ekki borgaðan útgáfukostnaðinn. Salan yrði að vísu ekki ör, en það ætti að vera óhætt að treysta því, að bókin seldist jafnt og þétt. Ef þú hefðir ekki mikið fyrir því, ættir þú að reyna fyrir þér einhvers staðar annars staðar. Ég sendi þér hér með mest af því, sem ég hefi skrifað á þessu ári. Greinina um stofnenskuna ættir þú að þýða á ensku. Stofnenskan er mikil heimska, og ekkert skil ég í, hvernig þið getið notast við herra Ogden sem ritstjóra að heimspekilegu alfræðiorðabókinni, sem þið hafið í smíðum. Snæbjörn reiddist grein minni ákaflega. Hann er haldinn af anglomaní. Enskukennari hér í bæ byrjaði í fyrra vetur að kenna nemendum sínum stofnensku sem inngang að reglulegu enskunámi. En hann gafst fljótlega upp við stofnenskuna, því að hann gekk von bráðar úr skugga um, að hún er reist á alt öðrum meginreglum en „Standard English“. Þessa katastrofu hafði ég sagt fyrir í Iðunnar-grein minni (sbr. bls. 335—336), sem er skrifuð tveimur mánuðum áður en kennarinn gerði tilraunina. Grein mín „Á guðsríkisbraut" er að nokkru leyti stíluð gegn fasista- brjálsemi, sem hér lét töluvert á sér bera síðastliðið vor, öllum landslýð til smánar og vanvirðu. Þessir vitfirtu syndaþrjótar tóku að gefa út vikublað. Á blaðið settu þeir sem einkunnarorð þessar ljóðlínur úr þjóðhátíðar- kvæði Matthíasar Jochumssonar: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,/ sem þroskast á guðsríkisbraut.“ Ennfremur sendi ég þér hér bók mína, „Alþjóðamál og málleysur,“ sem ég lofaði þér í fyrra haust. Útgáfan hefir dregist þetta. Bókin kom 427
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.