Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 53
Þórbergur Þóróarson
Bréftil Gabriel Turville-Petre
Reykjavík, 23. október 1933.
Kæri vinur.
Ég þakka þér bréf þitt. Ekki veit ég, hvað gera skal viðvíkjandi
málfræðinni. Ég hygg, að hún mundi seljast, svo að útgefandinn þyrfti
varla að óttast, að hann fengi ekki borgaðan útgáfukostnaðinn. Salan yrði
að vísu ekki ör, en það ætti að vera óhætt að treysta því, að bókin seldist
jafnt og þétt. Ef þú hefðir ekki mikið fyrir því, ættir þú að reyna fyrir þér
einhvers staðar annars staðar.
Ég sendi þér hér með mest af því, sem ég hefi skrifað á þessu ári.
Greinina um stofnenskuna ættir þú að þýða á ensku. Stofnenskan er mikil
heimska, og ekkert skil ég í, hvernig þið getið notast við herra Ogden sem
ritstjóra að heimspekilegu alfræðiorðabókinni, sem þið hafið í smíðum.
Snæbjörn reiddist grein minni ákaflega. Hann er haldinn af anglomaní.
Enskukennari hér í bæ byrjaði í fyrra vetur að kenna nemendum sínum
stofnensku sem inngang að reglulegu enskunámi. En hann gafst fljótlega
upp við stofnenskuna, því að hann gekk von bráðar úr skugga um, að hún
er reist á alt öðrum meginreglum en „Standard English“. Þessa katastrofu
hafði ég sagt fyrir í Iðunnar-grein minni (sbr. bls. 335—336), sem er
skrifuð tveimur mánuðum áður en kennarinn gerði tilraunina.
Grein mín „Á guðsríkisbraut" er að nokkru leyti stíluð gegn fasista-
brjálsemi, sem hér lét töluvert á sér bera síðastliðið vor, öllum landslýð til
smánar og vanvirðu. Þessir vitfirtu syndaþrjótar tóku að gefa út vikublað.
Á blaðið settu þeir sem einkunnarorð þessar ljóðlínur úr þjóðhátíðar-
kvæði Matthíasar Jochumssonar: „Verði gróandi þjóðlíf með þverrandi
tár,/ sem þroskast á guðsríkisbraut.“
Ennfremur sendi ég þér hér bók mína, „Alþjóðamál og málleysur,“
sem ég lofaði þér í fyrra haust. Útgáfan hefir dregist þetta. Bókin kom
427