Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Qupperneq 59
Um Réttarhöld Kafka atburða, látið rýja sig öllum þeim eigindum sem gera manninn að manneskju. Hann hafði forsmáð það lögmál sem Kafka telur alla menn bundna og má kannski orða í stystu og skýrustu máli með boðorðinu: „Vertu maður!“ En lögmálið lét að sér kveða með óvæntum og skjótum hætti. Það er venja að segja um slíkan mann að augu hans hafí skyndilega lokist upp, að hann sjái að í raun réttri hafi líf hans verið fals og hann hafi verið syndum spilltur. Þjóð- sagnahetjur og dæmisagnapersónur heimsbókmenntanna eru oft leiddar fram fýrir okkur á slíkum örlagastundum. Búdda hafnar munaðarlífi furstans til að ferðast um meðal fátækra; Jesús segir að sitt ríki sé ekki af þessum heimi og skipar ungum manni að gefa allar eigur sínar og fylgja honum; Sál frá Tarsos, sleginn ofurskæru ljósi á leið sinni til Damaskus, fyllist slíkum viðbjóði á fortíð sinni að hann gerist algerlega nýr maður, skiptir meira að segja um nafn, verður postulinn Páll; Fást í skáldverki Goethes formælir í örvilnan lífi sem hefur glatað allri merkingu, heldur síðan af stað í leit að nýju lífi, með hjálp djöfulsins ef ekki vill betur til, og að lokum — eftir langa píslargöngu — finnur hann rétta leið. Vafalaust hafði Kafka þessar dæmihetjur í huga þegar hann skrifaði samtal Jóseps K. við málarann Titorelli. ,„Til eru‘, segir Titorelli, ,þrír möguleikar: það er að segja alger sýknun, sýndarsýknun og frestun um óákveðinn tíma.‘“ En tveimur blaðsíðum síðar viðurkennir Titorelli að hann hafi aldrei rekist á dæmi um algera sýknun. Samt heldur hann því fram að sagt sé að slík sýknun hafi átt sér stað. ,„Það er bara fjarska erfitt að sanna það sem staðreynd*, segir málarinn. ,Lokaniðurstöður réttarins eru aldrei skráðar, jafnvel dómararnir geta ekki komist yfir þær, þess vegna höfum við ekkert í höndunum nema þjóðsagna- kenndar frásagnir af fornum málum. í þessum þjóðsögum er vissulega að finna dæmi sýknunar, í rauninni fjallar mikill meirihluti þeirra um sýknanir, þeim má trúa en þær verða ekki sannaðar. Engu að síður ber ekki að kasta þeim alveg fyrir róða, í þeim hlýtur að felast sannleikskorn og auk þess eru þær afar fallegar. Ég hef sjálfur málað margar myndir byggðar á slíkum þjóðsögum.‘“ .„Einberar þjóðsögur breyta ekki skoðun minni,‘ sagði Jósep K., ,og ég geri mér í hugarlund að það stoði lítt að vitna til slíkra sagna fyrir réttinum.‘“ „Málarinn hló. Já, það er útilokað/ sagði hann. ,Þá eru þær tómt mál um að tala,‘ sagði Jósep K.“ Þrátt fyrir fegurð sína hafa þessar fornu sagnir því ekkert raunhæft gildi fyrir Jósep K. í þrengingum hans. Og það er einmitt mergurinn málsins. Hjá Kafka rekumst við í fyrsta skipti á sögu af þessu tagi þar sem söguhetjan TMM 28 433
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.