Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 61
Um Réttarhöld Kafka við Jósep K. eins og á milli steins og sleggju. Annars vegar eru þeir aldir upp við þá hefð að öll fyrirbæri beri að skoða í ljósi gagnrýninnar og strangrar skyn- semishyggju. Árangurinn varð sá að á uppvaxtarárum sínum varð þeim ljóst að þau verðmæti sem feður þeirra byggðu líf sitt á, voru úr sér gengin. En samt er það svo að vilji þeir komast í sátt við eigið líf og finna sér einhvern samkomu- lagsgrundvöll við þjóðfélagið verða þeir að sýna undirgefni við tálsýnir og málamiðlun sem þeir geta ekki viðurkennt. í þessum ógöngum hlýtur hin aldagamla trú á töframátt konunnar til endurlausnar, sem byggð er á þeirri sannfæringu að konan sé nákomnari dularöflum náttúrunnar en karlmaðurinn, að glata mætti sínum. ,„Það er eins og ég safni að mér kvenfólki mér til hjálpar,1 sagði hann (Jósep K.) næstum undrandi, ,fyrst Fráulein Burstner, síðan kona dyravarðarins og nú þessi litla hjúkrunarkona.‘“ Af þessum þremur gegnir Fraulein Búrstner mikilvægustu hlutverki í sögunni. (Og hvort sem þeim gagntýnendum sem neita að taka tillit til nokkurs hlutar utan texta bókmenntaverksins líkar betur eða verr er í þessu viðfangi nauðsynlegt að vita að F.B. var fangamark heitkonu Kafka, Felice Bauer, og að hann hóf ritun Réttarhaldanna eftir að hann sleit fyrstu trúlofun þeirra sumarið 1914.) Gegnum alla bókina skýtur nafn hennar upp kollinum hvað eftir annað á mikilvægum stundum í leit Jóseps K. Eftir fýrsta og eina fund þeirra reynir hann eftir megni að hitta hana aftur en er hindraður í því. í lokin, þegar verið er að leiða hann til aftöku, finnst honum — án þess að vera alveg viss — að hann sjái hana fyrir sér í fjarska eins og hugboð um að hann hefði getað átt kost á betra lífi. En nú er um seinan að vona og K. gefur alla hugsun um mótspyrnu upp á bátinn. „En það skipti K. ekki máli hvort þetta var í rauninni Fráulein Búrstner eða ekki. Það mikilvægasta var að hann gerði sér skyndilega ljóst hversu þýðingarlaust var að spyrna á móti ... ,Það eina sem ég get gert,‘ hugsaði hann, ,er að halda greind minni ótruflaðri og gagnrýninni þar til yfir lýkur‘.“ Þegar Fráulein Búrstner hverfur að lokum úr lífi hans gerir hann sér ljóst að það var rangt af honum að hafa viljað, eins og hann orðar það, „hrifsa til sín heiminn með tuttugu höndum, og ekki af sérlega lofsverðum hvötum heldur“. Töframáttur konunnar til að ganga á milli og veita endurlausn brást honum. Hann opnaði honum engar leiðir til samfélagsins. Hann skildi hann eftir bjargarlausan. Listin. Fyrirheitið um listamannstilveru reynist heldur ekki koma að gagni. Þó að málarinn Titorelli sé kunnugur dómstólunum og hafi um þá töluverða vitneskju sem gæti orðið K. að liði, reynist jafnvel hans hjálp ófullnægjandi. Nafnið Titorelli, samsett úr Titian, Tin/oretto og Botticelli, bendir til þess hve 435
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.