Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 61
Um Réttarhöld Kafka
við Jósep K. eins og á milli steins og sleggju. Annars vegar eru þeir aldir upp við
þá hefð að öll fyrirbæri beri að skoða í ljósi gagnrýninnar og strangrar skyn-
semishyggju. Árangurinn varð sá að á uppvaxtarárum sínum varð þeim ljóst að
þau verðmæti sem feður þeirra byggðu líf sitt á, voru úr sér gengin. En samt er
það svo að vilji þeir komast í sátt við eigið líf og finna sér einhvern samkomu-
lagsgrundvöll við þjóðfélagið verða þeir að sýna undirgefni við tálsýnir og
málamiðlun sem þeir geta ekki viðurkennt.
í þessum ógöngum hlýtur hin aldagamla trú á töframátt konunnar til
endurlausnar, sem byggð er á þeirri sannfæringu að konan sé nákomnari
dularöflum náttúrunnar en karlmaðurinn, að glata mætti sínum. ,„Það er eins
og ég safni að mér kvenfólki mér til hjálpar,1 sagði hann (Jósep K.) næstum
undrandi, ,fyrst Fráulein Burstner, síðan kona dyravarðarins og nú þessi litla
hjúkrunarkona.‘“
Af þessum þremur gegnir Fraulein Búrstner mikilvægustu hlutverki í sögunni.
(Og hvort sem þeim gagntýnendum sem neita að taka tillit til nokkurs hlutar utan
texta bókmenntaverksins líkar betur eða verr er í þessu viðfangi nauðsynlegt að vita
að F.B. var fangamark heitkonu Kafka, Felice Bauer, og að hann hóf ritun
Réttarhaldanna eftir að hann sleit fyrstu trúlofun þeirra sumarið 1914.) Gegnum
alla bókina skýtur nafn hennar upp kollinum hvað eftir annað á mikilvægum
stundum í leit Jóseps K. Eftir fýrsta og eina fund þeirra reynir hann eftir megni
að hitta hana aftur en er hindraður í því. í lokin, þegar verið er að leiða hann til
aftöku, finnst honum — án þess að vera alveg viss — að hann sjái hana fyrir sér
í fjarska eins og hugboð um að hann hefði getað átt kost á betra lífi. En nú er um
seinan að vona og K. gefur alla hugsun um mótspyrnu upp á bátinn. „En það
skipti K. ekki máli hvort þetta var í rauninni Fráulein Búrstner eða ekki. Það
mikilvægasta var að hann gerði sér skyndilega ljóst hversu þýðingarlaust var að
spyrna á móti ... ,Það eina sem ég get gert,‘ hugsaði hann, ,er að halda greind
minni ótruflaðri og gagnrýninni þar til yfir lýkur‘.“ Þegar Fráulein Búrstner
hverfur að lokum úr lífi hans gerir hann sér ljóst að það var rangt af honum að
hafa viljað, eins og hann orðar það, „hrifsa til sín heiminn með tuttugu
höndum, og ekki af sérlega lofsverðum hvötum heldur“. Töframáttur konunnar
til að ganga á milli og veita endurlausn brást honum. Hann opnaði honum
engar leiðir til samfélagsins. Hann skildi hann eftir bjargarlausan.
Listin. Fyrirheitið um listamannstilveru reynist heldur ekki koma að gagni.
Þó að málarinn Titorelli sé kunnugur dómstólunum og hafi um þá töluverða
vitneskju sem gæti orðið K. að liði, reynist jafnvel hans hjálp ófullnægjandi.
Nafnið Titorelli, samsett úr Titian, Tin/oretto og Botticelli, bendir til þess hve
435