Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 78
Tímarit Máls og menningar
sjússa sig ekki það rækilega að í hamingjuleitinni drukkni hver snefill af
skyldu við heimilið.
I jólavikunni hafði eskimóinn pakkað inn óhemju af jólagjöfum og
tók mállausan vin sinn í vinnu. Málleysingjann hafði ég ekki hitt áður.
Og féll hann víst sem flís við svikarass hins forframaða smyglara, því
mállaus gat hann ekki kjaftað frá neinu. Á nóttunni jusu þeir í samein-
ingu undan frökkum sínum þvílíku magni af pökkum, stórum og smáum
í jólapappír að trúlega hefur ekkert skyldmenni drykkjumanna, svola og
róna í Reykjavík farið í jólaköttinn árið 1965. Af þessu leit eskimóinn á
sig sem hamingjugjafa og hét að detta í það og liggja rækilega í því fram
yfir hátíðar. I ham hins gjöfula bjargvættar ákvað hann í gestamót-
tökunni fyrir framan mig að lyfta bæjarfélaginu í Narsak úr eymd sinni,
nema dýrmæta málma úr fjallinu fyrir ofan bæinn og fylla hann af
sílspikuðum Lottum í lostætum buxum. Áður en hamurinn rann af
eskimóanum sótti hann kassa með kartöfluskrælurum og hugðist selja
undir líkneskju þjóðarleiðtogans, en rakst á lögregluþjón við hóteldyrnar
og mér tókst af tilviljun að bjarga honum með því að segja að kartöflu-
skrælararnir væru ættaðir úr eldhúsi hótelsins.
Á aðfangadagskvöld kom ég á vakt klukkan níu, því starfsfólkið hafði-
fengið frí. Eg var vart kominn inn fyrir afgreiðsluborðið þegar eskimó-
arnir birtust með glampandi augu og brann þar lúterskur trúareldur, sem
slokknaði brátt í talsverðu táraflóði því þeir vildu fá lifandi Ijós, en ég
kvaðst ekkert kerti eiga. Eskimóinn bað mig að hringja á herbergi stúlku
sem flutti á hótelið sama kvöld og daninn, en áður en ég kom á vakt, og
hafði ég ekki hitt hana.
Eg bið ekki stúlku um kerti, sagði ég. Farið út í dómkirkju, þar hefst
brátt aftansöngur.
Brúnin lyftist á báðum og hugurinn hresstist. Rétt fyrir miðnætti fóru
eskimóarnir í dómkirkjuna við klukknaslátt, klæddir frökkunum góðu.
En þeir sneru brátt aftur baðaðir í tárum og höfðu selt frakkana.
Ég spurði hvað ylli jafn óskaplegum gráti. Eskimóinn svaraði að í
dómkirkjunni væri hvorki lifandi ljós né Esú, heldur ljótt fólk og vont
sem vísaði þeim út. Ástæðan fyrir brottrekstrinum var sú að í sama mund
og presturinn hóf annað hvort guðspjallið eða tón sitt tóku eskimóarnir
452