Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Side 79
Jðlasaga
undir með gegndarlausum gráti því þá söknuðu þeir Grænlands. Enginn
þekkti orsök grátsins og tárin líktust engum fagnaðartárum yfir fæð-
ingu frelsarans, og því áleit meðhjálparinn að mennirnir væru drukknir
rónar.
Mitt í grátnum í gestamóttökunni hóf málleysinginn söng, og heyrði
ég þá í fyrsta sinn málleysingja syngja. Félagi hans hreyfði höfuðið
ánægður. En mig grunar að málleysinginn hafi einnig verið laglaus og
heyrnarlaus í þokkabót, og það gerði sönginn afar áhrifaríkan.
Meðhjálparinn hafði sussað á þá þegar þeir báðu um lifandi Ijós, en
dómkirkjukórinn bauð lifandi brunn hins andlega seims. Þá buðu eski-
móarnir til sölu frakka sína og keypti þá einhver þá og eskimóana af sér
um leið, en þeir keyptu fyrir borgunina brennivín á einu leigubílastöðinni
sem seldi það á svörtum yfir jólin. Kvabbaði nú eskimóinn í mér að ég
hringdi til stúlkunnar sem kirkjuklukkurnar höfðu vakið, því hún fór að
biðja ákaft um línu út í bæ.
Nær var þér að drekka úr lifandi brunni hins andlega seims úti i
dómkirkju en drullið úr flöskunni, sagði ég.
Hvaða brunnur er það? spurði eskimóinn. Hvar fæst sú brennivíns-
flaska?
Ég reyndi að lýsa fyrir honum Kristi kraumandi af andlegu fé, en
félagarnir hristu höfuðið og hurfu inn í lyftuna.
Forvitni mín vaknaði og langaði mig að vita hver stúlkan væri. Ég
grunaði eskimóana um græsku og fór á eftir þeim. Enginn svaraði þegar
ég barði að dyrum, svo ég opnaði. Eskimóarnir sátu við borð andspænis
hvor öðrum og horfðu í ljós sem lifði á kertiskveik
Hvar fenguð þið kertið? spurði ég og eskimóinn svaraði hátíðlega:
Nú er jólabarn fætt í næsta herbergi.
Síðan leiddi hann mig inn ganginn að dyrum stúlkunnar og ég heyrði
ungbarnagrát. Eskimóinn deplaði augunum eins og hann segði:
Nú var rúm í gistihúsinu.
Ég lauk hægt upp dyrunum án þess að berja. I herbergisganginum var
dimmt og ég hnaut um þúst á gólfinu. Ég fálmaði um þústina og fann að
hún var kona, og í glætu frá náttlampa í herberginu sá ég að fingur mínir
voru blóðugir. „Hún liggur þá í blóðböndunum,“ hugsaði ég og flýtti
453