Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 92
Tímarit Máls og menningar
stefnandinn hafi spillt fyrir sjer með því að þiggja ekki það tilboð er stefndi hafi
boðið honum við sáttatilraun í málinu.
Þareð því enginn samningur hafi átt stað og stefndi aldrei hafi tekið að sjer að
borga steininn eða ábyrgjast honum borgun fyrir hann, og stefnandinn hafi
vikið frá því er upphaflega var tilgangur og tal stefnda að steinninn yrði sem
ódýrastur og í hæsta lagi 20 ríkisdalir hefur stefndi krafist frífinningar og
málskostnaðar skaðlaust.
Þareð stefnandinn ekki gegn neitun stefnda hefur sannað hvernig að um verk
þetta hafi verið samið og hve mikið steinn þessi skyldi kosta, og verður að leggja
það innkomið er fram af hendi stefnda til grundvallar fyrir úrslitum málsins, og
þareð stefndi hefúr kannast við, að hann hafi átt tal við stefnandann um verk á
steini þessum og að kostnaður ekki mætti fara framúr 20 ríkisdölum af hverjum
að 10 ríkisdalir eru borgaðir, af hverri viðurkenningu virðist að leiða að stefn-
andi eigi aðgang að stefnda um borgun fyrir steininn og það af hendi stefn-
andans ekki er gegn neitun sannað að stefndi hafi tekið nokkra skuldbindingu á
hendur að borga steininn að meira en 20 ríkisdölum eptir því sem má álíta að
felist í frásögn stefnda verður rjetturinn að komast að þeirri niðurstöðu að
rjettarkrafa stefnandans um 38 ríkisdala borgun í heild sinni fyrir steininn ekki
geti tekist til greina en þarámóti beri stefnanda að tildæma þá 10 ríkisdali sem til
vantar í 20 ríkisdala greiðslu fyrir steininn, og virðist eptir því sem upplýst er í
málinu ekki geta verið spursmál um vexti af þessari skuld eða málskostnað sem
því fellur niður.
Því dæmist rétt vera
Hinn stefndi málari Sigurður Guðmundsson í Reykjavík á til stefnandans
Sverris Runólfssonar hjer í bænum að greiða 10 ríkisdali. Málskostnaður falli
niður.
Hið ídæmda að greiða innan fimmtán daga frá dóms þessa löglegri birtingu
undir aðför að lögum.
A. Thorsteinsson
Þannig er til kominn sá 20 krónu reikningur sem fram kemur í
dánarbúinu undir tölulið 5. Arið 1874 var skipt um gjaldmiðil, tekin upp
króna sem gilti hálfan ríkisdal.
Nú er mér ljóst að óskamyndin um hungurdauða listamanninn verður
uppi í ritverkum um Sigurð Guðmundsson svo lengi sem dularfull þörfin
fyrir þá klisju er fyrir hendi.
466