Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 96
Hermann Pálsson Skálmarþáttur í Landnámu Fyrir nokkru skrifaði ég dálitla grein í Tímaritið um áhrif Hugsvinnsmála á fomsögurnar, og þar sem mér hefur skilizt, að lesendum kom efni greinarinnar nokkuð á óvart, þá þykir mér rétt að vekja athygli á annars konar áhrifum á sögurnar. Það sem höfundar hirtu úr Hugsvinnsmálum var að sjálfsögðu bundið speki og spakmæli: hugsun og orðtak sýna glögglega, hvaðan þeim komu þau atriði sem ég tíndi til. Svipuðu máli gegnir um ýmsar klausur úr biblíunni, sem slæðzt hafa í sögurnar. Slík speki er hluti af heildarmerkingu sagnanna, en á hinn bóginn breyta þær næsta litlu um byggingu þeirra. Nú eru spekiorð yfir- leitt lögð í munn ákveðnum persónum, og verða þau því hluti af persónulýs- ingum, en um leið bera þau vitni um viðhorf höfundarins sjálfs. í sagnarannsóknum er gerður skarpur greinarmunur á sögu og þeim efnivið, sem höfundar smíðuðu úr og ein tegund fyrirmynda, sem þeir hagnýttu sér, var sagnamynztur eða atburðakeðja, þar sem lýsingar eru raktar í tiltekinni röð, svo að skyldleiki sagna innbyrðis og við útlendar fyrirmyndir getur orðið svo skýr, að hvergi verður um villzt. Þegar við lesum stuttar sögur á borð við Auðunar þátt vestfirzka og Þorsteins þátt austfirzka} er frásagnarmynztrið að sjálfsögðu mun skýrara en í Njálu eða Laxdcelu, þar sem heildarmynztrið er flókið og fléttað saman af ýmsum þáttum. Sum sagnamynztur eru svo alkunn um allan heim, að þau eru hluti af listrænni reynslu mannkynsins. Öðru máli gegnir um sjaldgæf mynztur, sem menn lærðu af bókum. Nú er oft hægt að tala um frumsögu í þessu sambandi, og má hér minna á orð Þorvaldar Bjarnasonar, þegar hann hvetur menn til að rannsaka áhrif Díalóga Gregors hins mikla á íslenzkar bókmenntir: „Og það væri sjálfsagt fróðlegt og hvergi óþarft, ef einhver vildi taka sig til, og rekja saman ættir þess, sem innlent er orðið hjá oss, hvort sem það er í sögum, í jarteiknabókum, i munnmælum, eða alþýðukredd- um, og frumsagnanna hjá Gregori."1 2 í þessari grein mun ég leitast við að rekja saman ættir einnar sagnar í Landnámu og útlendra frumsagna. Um landnámsmanninn Grím Ingjaldsson segir svo í Sturlubðk: 1 Um þann síðarncfnda hef ég fjallaö í crindi, „Early Icelandic Imaginativc Litcraturc", sem ég flutti í ÓÖinsvéum í skammdeginu 1978 og kemur út á vegum háskólans þar á næstunni. 2 Þorvaldur Bjarnason, Leifarfomra kmtinna fraia íslenzkra (Kaupmannahöfn: 1878), xvi. bls. 470
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.