Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 98
Tímarit Máls og menningar frásögninni í heild: spádómurinn er í órjúfandi sambandi við það sem gerist við Rauðamel síðar. Og í þriðja lagi kynntust íslendingar skyldum frásögnum úr klassískum ritum, sem sjálfsagt er að taka til samanburðar. I rauninni er ekkert undarlegt, þótt lærdómsatriði slæddust inn í Landnámu, og má hér minna á söguna af hröfnum Flóka, sem virðist vera runnin frá lýsingunni á fuglum Nóa í Fyrstu bók Móses, eins og oft hefur verið bent á. í Stjóm er merkileg lýsing á Grikklandi, og er hún þegin frá spænska fjölfræðingnum Isidorus Hispalensis (d. 536), en hún á sér þó fornar, grískar rætur. Isidorus hafði ýmiss konar áhrif á íslenzkar bókmenntir, eins og al- kunnugt er.5 Einn kaflinn í Grikklandslýsingunni hljóðar á þessa lund: í fýrr nefndri Attica eru tværprovincice, af hverjum er önnur heitir Boecia og önnur Peloponnensis. En Boecia fékk nafn af þeirri sök og tilfelli, sem hér fylgir: Þann tíma sem Cadmus son Agenoris, er um hríð var nefndur og bróðir fýrr nefndrar Europæ, skyldi fara að leita hennar eftir síns föður boðskap, síðan er Júpiter hafði fangið hana sem fyrr var sagt, og hann fékk eigi fundið hana, þá óttaðist hann svo síns föður reiði, að hann staðfesti það ráð með sér að taka heldur á sig útlegð en koma aftur til föður síns. Og þá ber svo til, að einn uxi gengur fyrir honum, og hann gekk þar eftir þar til hann nemur staðar og setur þar upp sína byggð sem uxinn lagðist niður og hvíldist, og kallaði síðan af uxans nafni Boeciam, því að bos á latínu er uxi upp í norrænu, og smíðaði í þeim stað borgina Thebes .. .6 Hér, eins og í þáttunum Fundinn Noregur og Hversu Noregur byggöist, eru tildrög að landnámi þau, að maður fer að heiman í leit að systur sinni, sem hefur verið brottnumin, og er ástæðulaust að rekja slíkt efni í þessari grein, þótt skemmtilegt sé að fá svo eftirtektarverða hliðstæðu. Með Landnámu og Stjóm er það ekki einungis sameiginlegt, að dýr er látið ráða um bústaðarval, heldur er einnig um skýrar orðalagslíkingar að ræða: „Þá gekk Skálm fyrir“, „einn uxi gengr fyrir“; „Þar lagðist Skálm niður“, „uxinn lagðist niður“. I báðum 5 Sjá einkum: Margaret Schlauch, Romance in Iceland (London: 1934), 8. bls. og víðar. Hermann Pálsson, Jslenzkar fornsögur og Isidor frá Seville’, Tímarit Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi L (Winnipeg: 1969), 35.-38. bls. 6 Stjóm, útg. C. Unger (Kristiania: 1852), 84. bls. Latneska frásögnin er í Isidori Hispalensis episcopi etymologiarum sive originum libri xx, útg. W. M. Lindsay (Oxford: 1911), xiv 4 11. Ensk þýðing á grísku frumsögunni er í Pausianias’s Description of Greece, þýö. J. G. Frazer, vol. I (London: 1898), 459. bls. Sjá einnig V. bindi, 48. og 211. bls. 472
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.