Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 126

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1979, Page 126
Umsagnir um bækur Böóvar Guðmundsson: SÖGUR ÚR SEINNI STRÍÐUM Mál og menning. Reykjavík 1978. Sögur úr seinni stríðum er fyrsta smá- sagnasafn Böðvars og fyrsta bókin sem hann gefur út í lausu máli, en sumar sögurnar eru kunnuglegar dyggum út- varpshlustendum. Það er fátt í þessari bók sem minnir á ljóðskáldið Böðvar eins og óbundið mál ljóðskálda gerir þó oft. Hann sýnir hæfileika sinn sem sagnamað- ur svo ekki verður um villst i þessum sex smásögum. Sögurnar sex eiga eitt formsatriði sam- eiginlegt, þær eru allar sagðar í fyrstu persónu og allar frásagnir af því sem liðið er fyrir misjafnlega löngu, minningar, upprifjanir. En sögumaður er ekki alltaf sá sami og eftir því flokkast sögurnar í tvennt af sjálfu sér: þær sem „Böðvar" segir og þær sem fólk honum mjög óskylt segir. Eg man vel aðþað var haust Fyrstu sögurnar tvær eru bernsku- minningar höfundar úr Borgarfirði og áreiðanlega þær sögur þessarar bókar sem lengst munu lifa, því um leið og þær eru bernskuminningar eru þær líka menning- arsögulegar minningar eins og bestu bernskuminningar eru jafnan. I stuttum, dramatískum svipmyndum dregur höf. upp umhverfi, persónur, hugarfar fólks og lifnaðarhætti sem hann nýtir sér síðan til þess að byggja upp einn atburð sem hefur brennt sig í vitund barns. Lítilsaga sem endar vel segir á frábærlega skemmtilegan hátt frá viðureign bænda við minkinn, fyrst viðsvegar um landið og loks einn sólfagran ágústdag i Borgarfirði. Þar leggja þrír filefldir karlmenn að velli litið meindýr sem er kannski tákn annars og verra meins í landi: linku og niður- lægingar: Þetta var kvikindi sem landnámsmenn flýðu forðum tíð í skógum Skandi- navíu, kvikindið sem þeir frómu for- feður okkar á þjóðveldistíma álitu svo hættulegt að þeir settu það í lög sín að hver sá maður, sem sannúr yrði að þeirri sök að flytja það lifandi til landsins, skyldi réttdræpur. Sjálfstæði landsins glopruðu þessir okkar góðu forfeður að visu niður, en kvikindinu vörðu þeir ströndina allt þar til er- lendir aðilar tóku að sér landvarnir Islendinga. Þetta er saga um félagshyggju og sam- hjálp, en höf. finnur hvað það er afskap- lega fyndið að hugsa sér alla þessa stóru kalla murka lífið úr litla kvikindinu og frásögnin verður því drephlægileg. Þó er 500
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.