Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 143
Berlolt Brecbt og Berliner Ensemble
fyrr en hann var kominn með austurrískt vegabréf upp á vasann. Brecht varð því
aldrei austurþýskur ríkisborgari og gat hæglega ferðast hvert á land sem hann
vildi án þess að leita til þarlendra yfirvalda. Og útgáfuréttinn að verkum sínum
fól hann í hendur gömlum vini sínum, Peter Suhrkamp, einum helsta bókaút-
gefanda Vestur-Þýskalands. Þar sló hann tvær flugur í einu höggi: kom i veg
fyrir að austurþýska ritskoðunin gæti torveldað útgáfu á verkum hans vestan-
tjalds og tryggði sér um leið vænan sjóð vestræns gjaldeyris sem hann gat alltaf
átt vísan. Hann vissi því að hann mundi ekki verða á flæðiskeri staddur, ef hann
neyddist af einhverjum ástæðum til að hverfa frá Austur-Þýskalandi. Að svo
búnu gat hann tekið rólegur til starfa í Austur-Berlín.
I ársbyrjun 1949 var frumsýnd á Deutsches Theater í Austur-Berlin sýning
Brechts á Mutter Courage með Helene Weigel i titilhlutverkinu. Sýningin þótti
mikill sigur fyrir þá sem að henni stóðu og þó að Berliner Ensemble væri ekki
stofnað formlega fyrr en síðar á árinu verður að skoða hana sem upphafið á starfi
þess. Leikflokkurinn komst ekki i eigið húsnæði fyrr en um fimm árum síðar, en
hafði þangað til aðsetur á Deutsches Theater auk þess sem hann ferðaðist
talsvert um Vestur-Þýskaland. Helene Weigel var af yfirvöldum falin stjórn
hópsins, en Brecht gegndi hins vegar stöðu listræns ráðunautar. Upphaflega var
ætlunin að fyrsta sýning Berliner Ensemble yrði á leikriti Brechts, Dögum
kommúnunnar sem fjallar um Parísarkommúnuna 1871. Efni leikritsins, upp-
reisn allrar alþýðu án þess að nokkur flokkur gegndi forystuhlutverki, þótti þó
fullviðkvæmt í ríki þar sem sósíalisma hafði verið komið á án þess að landslýður
sjálfur hefði verið spurður álits eða ráða. I stað þess var hinn alþýðlegi gaman-
leikur Púntila og Matti valinn sem vígsluleikrit leikflokksins og var hann
frumsýndur að ríkisstjórninni viðstaddri. Leikurinn hlaut frábærar viðtökur;
hinn epíski leikstill hafði verið óbeint viðurkenndur af opinberri hálfu, þó að
hann væri í fullkomnu ósamræmi við þá leikhúsformúlu sem var allsráðandi í
Sovétríkjunum og flestum ríkjum á þeirra áhrifasvæði. Þessi leikhúsformúla,
sem byggist á kenningum rússneska leikhúsmannsins Stanislavskýs, gerir ráð
fyrir mun meiri innlifun af hálfu leikara og áhorfenda í persónur og atburði
leiksviðsins en má eiga sér stað í hinu epíska leikhúsi Brechts. Frá þessari
fagurfræði fékk Brecht sem sagt undanþágu, en í staðinn varð hann að sjá til
þess að sýningar hans og verk samræmdust stefnu og hagsmunum flokks og
stjórnar. Stundarhagsmunir ráðamanna og jafnvel ástand heimsmála hafði þvi
mikil áhrif á það sem Brecht gat leyft sér að gera í leikhúsi sínu. Þarna má því
þegargreina ákveðið jafnvægi á milli Brechts og stjórnvalda og það jafnvægi var
komið undir því að báðir aðilar sættust á málamiðlanir og slægju af kröfum
397