Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 143
Berlolt Brecbt og Berliner Ensemble fyrr en hann var kominn með austurrískt vegabréf upp á vasann. Brecht varð því aldrei austurþýskur ríkisborgari og gat hæglega ferðast hvert á land sem hann vildi án þess að leita til þarlendra yfirvalda. Og útgáfuréttinn að verkum sínum fól hann í hendur gömlum vini sínum, Peter Suhrkamp, einum helsta bókaút- gefanda Vestur-Þýskalands. Þar sló hann tvær flugur í einu höggi: kom i veg fyrir að austurþýska ritskoðunin gæti torveldað útgáfu á verkum hans vestan- tjalds og tryggði sér um leið vænan sjóð vestræns gjaldeyris sem hann gat alltaf átt vísan. Hann vissi því að hann mundi ekki verða á flæðiskeri staddur, ef hann neyddist af einhverjum ástæðum til að hverfa frá Austur-Þýskalandi. Að svo búnu gat hann tekið rólegur til starfa í Austur-Berlín. I ársbyrjun 1949 var frumsýnd á Deutsches Theater í Austur-Berlin sýning Brechts á Mutter Courage með Helene Weigel i titilhlutverkinu. Sýningin þótti mikill sigur fyrir þá sem að henni stóðu og þó að Berliner Ensemble væri ekki stofnað formlega fyrr en síðar á árinu verður að skoða hana sem upphafið á starfi þess. Leikflokkurinn komst ekki i eigið húsnæði fyrr en um fimm árum síðar, en hafði þangað til aðsetur á Deutsches Theater auk þess sem hann ferðaðist talsvert um Vestur-Þýskaland. Helene Weigel var af yfirvöldum falin stjórn hópsins, en Brecht gegndi hins vegar stöðu listræns ráðunautar. Upphaflega var ætlunin að fyrsta sýning Berliner Ensemble yrði á leikriti Brechts, Dögum kommúnunnar sem fjallar um Parísarkommúnuna 1871. Efni leikritsins, upp- reisn allrar alþýðu án þess að nokkur flokkur gegndi forystuhlutverki, þótti þó fullviðkvæmt í ríki þar sem sósíalisma hafði verið komið á án þess að landslýður sjálfur hefði verið spurður álits eða ráða. I stað þess var hinn alþýðlegi gaman- leikur Púntila og Matti valinn sem vígsluleikrit leikflokksins og var hann frumsýndur að ríkisstjórninni viðstaddri. Leikurinn hlaut frábærar viðtökur; hinn epíski leikstill hafði verið óbeint viðurkenndur af opinberri hálfu, þó að hann væri í fullkomnu ósamræmi við þá leikhúsformúlu sem var allsráðandi í Sovétríkjunum og flestum ríkjum á þeirra áhrifasvæði. Þessi leikhúsformúla, sem byggist á kenningum rússneska leikhúsmannsins Stanislavskýs, gerir ráð fyrir mun meiri innlifun af hálfu leikara og áhorfenda í persónur og atburði leiksviðsins en má eiga sér stað í hinu epíska leikhúsi Brechts. Frá þessari fagurfræði fékk Brecht sem sagt undanþágu, en í staðinn varð hann að sjá til þess að sýningar hans og verk samræmdust stefnu og hagsmunum flokks og stjórnar. Stundarhagsmunir ráðamanna og jafnvel ástand heimsmála hafði þvi mikil áhrif á það sem Brecht gat leyft sér að gera í leikhúsi sínu. Þarna má því þegargreina ákveðið jafnvægi á milli Brechts og stjórnvalda og það jafnvægi var komið undir því að báðir aðilar sættust á málamiðlanir og slægju af kröfum 397
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.