Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Page 4
Ádrepur
lngvar Sigurgeirsson
Hver hefur áhuga á skólamálum?
(Ádrepa þessi var upphaflega hluti af grein Ingvars inni í heftinu en þótti eiga betur við
hér).
Það veldur þeim sem leitast við að gefa yfirlit um nýbreytnistarf í skólum
nokkru hugarangri hversu lítið hefur verið skrifað fræðilega um þessi mál hér á
landi. Verður því að styðjast fremur við hugboð en þær heimildir sem í meiri
metum eru hafðar (sjá þó skrá yfir nokkrar bækur og greinar á eftir grein minni
inni í heftinu). Ekki hafa tíðindi af þessum vettvangi heldur verið rúmfrek í
fjölmiðlum, enda þess varla að vænta þegar skólamál yfirleitt eru jafn hörmulega
sniðgengin í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og raun ber vitni. Ef taka ætti
mark á því einu hefur almenningur ekki snefil af áhuga á því sem er á seyði í
skólunum.
Skortur á almennri og lifandi umræðu stendur allri þróun skólamála hér á
landi mjög fyrir þrifum. Við sem köllum okkur skólamenn deilum að líkindum
sök með mörgum öðrum þegar leitað er skýringa á þessum doða. Ekki verður
beinlínis sagt að almenningur hafi verið hvattur til afskipta af skólanum.
Nokkurs konar einangrunarstefna hefur verið ríkjandi a. m. k. til skamms u'ma.
Þar sem mér er mikið niðri fyrir leyfi ég mér að teygja lopann í þessum
útúrdúr og nefna að ekki verða stjórnmálamenn til liðsauka. Sinnuleysi þeirra í
þessum efnurn er nánast algjört. I opinberum umræðum fyrir síðustu al-
þingiskosningar var skólinn varla nefndur. Þó var nokkrum sinnum minnst á
samfelldan skóladag, og hann er vissulega hagsmunamál barna, en óneitanlega
læðist að sá grunur að ekki sé hann síður aðkallandi fyrir hina fullorðnu og
komi þannig til umræðunnar.
Skólamál komast yfirleitt ekki inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. Ekki
verður því um kennt að fáir kennarar séu á framboðslistum flokkanna, þar eru
þeir margir og þó nokkrir þingmanna hafa fengist við kennslu. Það er heldur
varla feimnismál að þeir menntamálaráðherrar sem gegnt hafa störfum und-
anfarin ár hafa ekki haft skólamál í hávegum. (Eg tel ekki fjárveitingar til
Lánasjóðs íslenskra námsmanna og stöðuveitingar í skólakerfinu með þegar
þetta er staðhæft.) Röskustu menntamálaráðherrarnir hafa sett önnur menning-
armál á oddinn, aðrir voru uppburðarlitlir yfirleitt. Það verður að fara aftur til
þess tíma er Gylfi Þ. Gíslason var menntamálaráðherra til að finna verulegt
frumkvæði á þessu sviði. Muna menn annars hverjir hafa gegnt stöðu mennta-
málaráðherra síðan?
354