Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 5
Adrepur Einhver kann nú að segja að skólamál geti vart talist merkilegri en margir aðr- ir málaflokkar og svo sannarlega eigi þau ekki skilið að hljóta forgang á tímum efnahagskreppu og almennra þrenginga. En hafa menn leitt hugann að því að við grunnskólana eina, sem eru rúmlega 200, starfa nærri 50 þúsund manns eða fimmtungur þjóðarinnar? Að sjálfsögðu eru nemendur taldir með. Og má ekki telja foreldrana með líka? Það yrði helmingur þjóðarinnar! Það er auðvitað að nokkru sök róttækra skólamanna hversu lítið er fjallað um skólamál í vinstri pressunni. En hinu er ekki að leyna að ég hef oft átt bágt með að skilja hvernig þar er hægt sí og æ að klúðra frásögnum af því sem merkast er aðhafst í kennslumálum þá sjaldan á slík tíðindi er minnst. Er til of mikils mælst að þeir sem kenna sig við félagshyggju sýni, þó ekki sé nema örlítinn vott af áhuga á því umhverfi sem búið er börnum í þessu samfélagi. Það er hart fyrir þá sem vilja kalla sig róttæka skólamenn (sá sem þessar línur ritar telur sig gjarnan í þeim flokki) að verða að viðurkenna að ef undan er skilið ofstækisraus í leiðurum Morgunblaðsins endrum og sinnum (raunar einkum árið 1977) þá hefur það staðið sig skást blaða hvað varðar fréttaflutning af nýbreytnistarfi og almenn tíðindi af skólamálum. Og enn erfiðara verður fyrir róttækling að kyngja því að ef svo heldur fram sem horfir þá þarf menntamálaráðherra úr röðum sjálfstæðismanna, að genginni langri prósessíu málsvara félagshyggjunnar, til að láta skólamál verulega til sín taka á jákvæðan hátt. Sumir telja þó ekki bitið úr nálinni með það enn. Mitt í þessum barlómi ber þó að fagna því að Tímarit Máls og menningar skuli helga skólamálum eitt tölublað og leggja þannig sitt af mörkum til að vekja umræðu um þau. Halldór Gubmundsson Erindi áréttað í síðasta hefti TMM, 3/83, gerir Gunnar Karlsson nokkrar athugasemdir við grein mína um marxisma og bókmenntafræði sem birtist í heftinu sem tileinkað var hundruðustu ártíð Marx. Að sögn Gunnars afneita ég þar mestallri leiðsögn Marx í bókmenntafræði, geri sem minnst úr grundvallaratriðum sögulegrar efnishyggju, hasla mér völl allt annars staðar og kalla þann völl (væntanlega ranglega) marxisma. Þar sem Gunnar styðst aðallega við eitt dæmi úr grein minni máli sínu til stuðnings - þar sem ég segi gildi líkansins „samfélagsleg yfirbygging á efnahags- legum grunni“ takmarkað — er mér ekki ljóst hversu djúptækur ágreiningur okkar er, og læt því athugasemdir hans verða mér tilefni til að árétta í örstuttu máli erindi greinar minnar, sem mér virðist Gunnar hafa misskilið. 355
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.