Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Síða 6
Tímarit Máls og menningar Grein mín fjallaði ekki um framlag Marx til bókmennta- og samfélagsumræðu síns tíma, heldur kaus ég frekar að nota það takmarkaða rúm sem mér var ætlað til .að draga upp mynd af þeim aðferðafræðilega vanda, sem þeim sem nú á dögum skrifa um menningu og listir í anda Marx, er á höndum. Astæðan til þess er með vissum hætti pólitísk: Þótt hæpið sé að tala um eina samfellda hægri- bylgju á Vesturlöndum um þessar mundir, er vel merkjanleg hægrisveifla meðal vestrænna menntamanna og við háskóla. Meginþungi baráttunnar gegn hægriöflunum hvílir auðvitað á herðum verkalýðshreyfingarinnar, en það er líka mikilvægt að sósíalískir menntamenn andæfi gengishækkun borgaralegra þanka í sínum fræðum. Það er partur af hægrisveiflunni meðal menntamanna að margir fyrrverandi marxistar afneita nú læriföður sínum af miklu kappi, taka jafnvel þátt í uppmögnun nýs kaldastríðsanda og smíða kenningar um að allt sósíalískt þankagóss leiði til einræðis og Gúlags. Þeir sem halda fast við margt úr arfleifð Marx sem nauðsynlegt veganesti í hugmyndalegri baráttu fyrir sósíalísku samfélagi verða auðvitað að mæta rökum þessara afla og svara fyrir sig, og einn þáttur þess andsvars er að taka eigin forsendur til gagnrýnins endurmats, og sýna þar með fram á að marxisminn sé lifandi hefð og ekki rétttrúnaðarþula. Þetta síðasta var erindi greinar minnar, þar sem ég vildi benda á svið þar sem marxísk menningargagnrýni hefur lent út í einföldunum og alhæfingum, sem gera hana auðvelda bráð skynsömum borgaralegum hugsuðum. Ein algengasta hættan í því sambandi er að menn láti hugtakakerfið hugsa fyrir sig, og setji í þeim anda saman greiningar sem tæpast geta kallað fram önnur viðbrögð hjá glöggum lesanda en þá einföldu spurningu: „Hverju er ég nær?“ Sú hætta er meðal annars fyrir hendi þegar notað er líkanið yfirbygging/ undirbygging, sem Marx mun sjaldan hafa orðað beinum orðum í seinni ritum sínum (eitt þekktasta dæmið er formálinn að Drögum að gagnrýni á þjóðhag- fræði, Urvalsrit I s. 238). Vel má vera að þessi aðgreining hafi haft mikla þýðingu fyrir þróun samfélagsvísinda á sínum tíma, jafnvel svipaða og að- greining svissneska málfræðingsins Saussure á málkerfi og orðræðu fyrir þróun málvísinda. En nú orðið er henni stundum beitt á þann veg við greiningu hugmyndalegra fyrirbæra að hún bætir engu við þekkingu okkar á þeim, heldur færir okkur vélrænar staðhæfingar um að tilteknar hugmyndir séu ’tjáning1 tiltekinna fyrirbæra í efnahagsgrundvellinum. Þá er stutt yfir í endurspeglunar- tal sem Lenín, sem áreiðanlega var snjallari stjórnmálamaður en hann var heimspekingur, var svo hrifinn af. En nákvæmlega hvernig getur einhver tiltekin hugmynd ‘endurspeglað’ fyrirbæri í efnahagsgrunninum? Það er einsog hinn huglægi þáttur, hlutur súbjektsins, hverfi þegar þessi myndlíking er notuð, því spegill er dauður hlutur og óvirkur. En einmitt þáttur hinnar huglægu miðlunar skiptir höfuðmáli þegar reynt er að skoða bókmenntir í samfélagslegu samhengi. Margar stofnanir í samfélaginu og margs konar afstæður milli manna hafa áhrif á söguþróunina. Þær orsakir eru vissulega ekki allar jafn gildar, og 356
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.