Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 9
Rannsóknir í bdskóla eða skoðanir fá að koma fram, hversu fjarstæðar sem þær kunna að þykja, svo fremi að menn leggi sig eftir að rannsaka gildi þeirra og færa fyrir þeim rök. Þetta ytra og innra frelsi, ef ég má kalla það svo, hefur verið talin forsenda fyrir starfsemi háskóla í vestrænum ríkjum, og ég tel að þessi hugmynd sé í reynd hið eina sem tengir háskólamenn saman. Ef háskóli væri sviptur sjálfstæði sínu eða frelsi í þeim skilningi sem ég hef nefnt bæri að leggja hann niður. Hann væri þá einungis nafnið tómt. Sem sagt í háskólum skal mönnum vera frjálst að rannsaka hvað svo sem þá lystir, þeir skulu búa við algjört rannsóknarfrelsi. Þetta er boðorð eða lögmál háskóla. Og það stendur óhaggað hvort sem mönnum er gert fjárhagslega kleift eða ekki að leggja stund á þær rannsóknir sem hugur þeirra stendur til. Boðorðið stendur óhaggað, segi ég, en í reynd er rannsóknarfrelsi manna í háskólum skert á ýmsan hátt eftir því hvernig fjármagni og vinnuaðstöðu er deilt meðal háskólamanna. Og þess vegna rís þessi spurning sem ég varpaði fram: Hvers konar rannsóknum er háskóla brýnast að sinna? Hún rís upp vegna þess að öfl bæði innan háskólans og utan taka ákvarðanir um það hvaða rannsóknir eru stundaðar í háskólanum öðrum fremur. Spurningin sem ég bar fram vekur því nýjar spurningar: Er sú stýring á rannsóknum í háskólanum sem fram fer í reynd eðlileg og æskileg? Með öðrum orðum: Ber háskóla að sinna vissum rannsóknum öðrum fremur og þá hverjum? Hvaða viðmiðanir höfum við um gildi og mikilvægi rannsókna frá sjónarhóli háskóla? Þó að rannsóknarfrelsi háskólamanna sé virt í orði — og þar með viðurkennt fyrirfram gildi allra hugsanlegra rannsóknarverkefna — þá komumst við ekki hjá því að takast á við þessar spurningar ef við viljum háskóli heita. Ef háskólinn leiðir þessar spurningar hjá sér — eins og hann hefur raunar gert að mestu til þessa — þá verða einfaldlega gefin svör við þeim annars staðar í kerfinu. Svo að dæmi sé tekið þá er ekki krónu veitt á fjárlögum þessa árs — og hefur raunar aldrei verið gert — til rannsóknarstofnunar í guðfræði. Þegar formaður fjárveit- ingarnefndar Alþingis var beðinn um skýringu á þessu mun hann hafa svarað hnyttilega: „Vegir Guðs eru órannsakanlegir". Það virðist augljóslega fráleitt að veita fé til rannsókna á viðfangsefnum sem menn telja sig vita fyrirfram að ekki sé unnt að rannsaka. Kristnir fræðimenn hafa þó um aldir lagt sig eftir að rannsaka þær heimildir sem opinbera, að dómi kristinna manna, boðskap Guðs til mannfólksins, og þann lærdóm, sem af þessum boðskap má draga, um merkingu og tilgang lífsins og um manninn sjálfan, kosti hans og lesti. Eg dreg í efa að nokkur önnur kenning hafi á eins áhrifamikinn hátt hvatt mennina til frjórra ígrundana og rannsókna á mannlífinu og heiminum, sköpunarverkinu í heild. En sem sagt, rannsóknum á þessu sviði telur fjárveitingavaldið með öllu ástæðulaust að sinna, ef ekki ógjörlegt. Við skulum láta þetta eina dæmi nægja um það hvernig staðið er að stýringu fjárveitinga til rannsókna í háskólanum, þótt þar sé augljóslega víðar pottur brotinn. Spurningin er hvort og þá hvernig megi hugsa sér einhverja skynsam- 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.