Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar
lega stjórn á þessum málum, hvort færa megi rök að því að háskólanum beri að
efla rannsóknir á þessu fræðisviði fremur en öðrum eða hvort happa- og
glappaaðferð ríkjandi stjórnvalda hverju sinni — eða hleypidómar þeirra — eigi
að ráða ferðinni.
Til að taka á þessu efni þurfum við fyrst að gera okkur mynd af þeim
tegundum rannsókna sem stundaðar eru í háskólanum. Mér sýnist að þeim megi
skipta í þrjá meginflokka: Rannsóknir á sviði mannlegra fræða eða hugvísinda,
rannsóknir á sviði náttúruvísinda eða raunvísinda og rannsóknir á sviði verk-
fræði og tæknivísinda. Þessi flokkun er að sjálfsögðu afar gróf og mikil skörun
kann að vera á milli þessara sviða. Skiptingin dugar þó til þess að gera
heilsteypta og í aðalatriðum rétta mynd af rannsóknum í háskólanum. Og nú er
spurningin: Hvernig er unnt að móta skynsamlega stefnu sem hefði í för með
sér nokkra forgangsröðun við eflingu rannsókna í háskólanum? Til að svara
þessu þurfum við að gera okkur ljóst við hvað við getum miðað svör okkar.
Nokkrar ólíkar viðmiðanir koma til greina: (1) Rekstrarleg eða hagfræðileg
viðmiðun; (2) Menntunar- eða menningarleg viðmiðun og (3) „Vísindaleg“ eða
„fræðileg" viðmiðun. Vil ég nú skýra nánar hvað felst í þessum ólíku viðmiðun-
um og hvaða ályktanir megi af þeim draga um það hvers konar rannsóknir beri
að stunda í háskólanum öðrum fremur. Eg tek skýrt fram að þessar viðmiðanir
eru hugsaðar frá sjónarhóli háskólans sem einnar heildar, en ekki frá tilteknum
sjónarmiðum innan háskólans eða utan.
1. Hin rekstrarlega eða hagfræðilega viðmiðun er reist á því að háskólinn sé
hugsaður eins og fyrirtæki sem framleiðir vöru eða tiltekin verðmæti fyrir
ákveðinn markað. Frá þessu sjónarmiði á háskólinn fyrst og fremst að leitast við
að framleiða það sem hann er best í stakk búinn til að framleiða og þá fyrst og
fremst þær vörur sem ekki eru framleiddar af öðrum fyrirtækjum eða stofnun-
um. Hann á sem sagt að efla þau fræði sem eru hvergi annars staða'r stunduð í
þjóðfélaginu og hann einn megnar að standa undir og efla. Þetta á öllu öðru
fremur við rannsóknir í húmanískum greinum, því næst við ýmsar greinar
náttúruvísinda, en síst við tæknigreinarnar. (I þessum anda var háskólinn
hugsaður í upphafi og ég sé ekki betur en sú hugsun eigi ekki aðeins fullan rétt á
sér nú á dögum heldur sé hún sýnu brýnni en áður.) Rök mín fyrir þessari
staðhæfingu eru þau að í landinu eru nú ýmsar stofnanir sem standa undir
margvíslegum tæknilegum rannsóknum í þágu atvinnuvega og orkubúskapar
landsmanna. Það væri því hláleg öfugþróun ef háskólinn ætlaði sér nú að gera
rannsóknir á sviði tæknivísinda eða tæknilegra fræða að meginþætti í sinni
rannsóknarstarfsemi. Þetta á einnig við um þær rannsóknir í náttúruvísindum
sem þjóna skammtíma-markmiðum. Slíkar raunvísindalegar rannsóknir, sem
eiga að skila skjótum niðurstöðum vegna tiltekinna framkvæmda, fara nú þegar
fram á stofnunum utan háskólans, og því er það ekki skynsamlegt frá rekstrar-
legu sjónarmiði að háskólinn fari að beina rannsóknum inn á þær brautir.
Sú skoðun, sem ég hef hér lýst, nýtur, að ég hygg, almenns fylgis meðal
360