Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar lega stjórn á þessum málum, hvort færa megi rök að því að háskólanum beri að efla rannsóknir á þessu fræðisviði fremur en öðrum eða hvort happa- og glappaaðferð ríkjandi stjórnvalda hverju sinni — eða hleypidómar þeirra — eigi að ráða ferðinni. Til að taka á þessu efni þurfum við fyrst að gera okkur mynd af þeim tegundum rannsókna sem stundaðar eru í háskólanum. Mér sýnist að þeim megi skipta í þrjá meginflokka: Rannsóknir á sviði mannlegra fræða eða hugvísinda, rannsóknir á sviði náttúruvísinda eða raunvísinda og rannsóknir á sviði verk- fræði og tæknivísinda. Þessi flokkun er að sjálfsögðu afar gróf og mikil skörun kann að vera á milli þessara sviða. Skiptingin dugar þó til þess að gera heilsteypta og í aðalatriðum rétta mynd af rannsóknum í háskólanum. Og nú er spurningin: Hvernig er unnt að móta skynsamlega stefnu sem hefði í för með sér nokkra forgangsröðun við eflingu rannsókna í háskólanum? Til að svara þessu þurfum við að gera okkur ljóst við hvað við getum miðað svör okkar. Nokkrar ólíkar viðmiðanir koma til greina: (1) Rekstrarleg eða hagfræðileg viðmiðun; (2) Menntunar- eða menningarleg viðmiðun og (3) „Vísindaleg“ eða „fræðileg" viðmiðun. Vil ég nú skýra nánar hvað felst í þessum ólíku viðmiðun- um og hvaða ályktanir megi af þeim draga um það hvers konar rannsóknir beri að stunda í háskólanum öðrum fremur. Eg tek skýrt fram að þessar viðmiðanir eru hugsaðar frá sjónarhóli háskólans sem einnar heildar, en ekki frá tilteknum sjónarmiðum innan háskólans eða utan. 1. Hin rekstrarlega eða hagfræðilega viðmiðun er reist á því að háskólinn sé hugsaður eins og fyrirtæki sem framleiðir vöru eða tiltekin verðmæti fyrir ákveðinn markað. Frá þessu sjónarmiði á háskólinn fyrst og fremst að leitast við að framleiða það sem hann er best í stakk búinn til að framleiða og þá fyrst og fremst þær vörur sem ekki eru framleiddar af öðrum fyrirtækjum eða stofnun- um. Hann á sem sagt að efla þau fræði sem eru hvergi annars staða'r stunduð í þjóðfélaginu og hann einn megnar að standa undir og efla. Þetta á öllu öðru fremur við rannsóknir í húmanískum greinum, því næst við ýmsar greinar náttúruvísinda, en síst við tæknigreinarnar. (I þessum anda var háskólinn hugsaður í upphafi og ég sé ekki betur en sú hugsun eigi ekki aðeins fullan rétt á sér nú á dögum heldur sé hún sýnu brýnni en áður.) Rök mín fyrir þessari staðhæfingu eru þau að í landinu eru nú ýmsar stofnanir sem standa undir margvíslegum tæknilegum rannsóknum í þágu atvinnuvega og orkubúskapar landsmanna. Það væri því hláleg öfugþróun ef háskólinn ætlaði sér nú að gera rannsóknir á sviði tæknivísinda eða tæknilegra fræða að meginþætti í sinni rannsóknarstarfsemi. Þetta á einnig við um þær rannsóknir í náttúruvísindum sem þjóna skammtíma-markmiðum. Slíkar raunvísindalegar rannsóknir, sem eiga að skila skjótum niðurstöðum vegna tiltekinna framkvæmda, fara nú þegar fram á stofnunum utan háskólans, og því er það ekki skynsamlegt frá rekstrar- legu sjónarmiði að háskólinn fari að beina rannsóknum inn á þær brautir. Sú skoðun, sem ég hef hér lýst, nýtur, að ég hygg, almenns fylgis meðal 360
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.