Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Side 26
Tímarit Máls og menningar að tryggja öllum einstaklingum — í gegn um skólakerfið — jafna möguleika til náms og starfa. Ymsir hafa þó dregið í efa að svo einhliða skólastefna sé raunhæf í landi sem er svo breytilegt hvað varðar lífsvenjur og menningu fólksins, vistfræði- legar og efnahagslegar aðstæður. K. J. Solstad, einn þeirra er að Lofoten- tilrauninni stóðu, hafði áður komist að þeirri niðurstöðu (sjá Solstad 1978) að norsk skólastefna væri fyrst og fremst byggð upp með tilliti til þéttbýlli svæða, þ. e. borgarskólanna, og væri að ýmsu leyti óraunhæf hvað varðaði smærri skóla í dreifbýli. Aðrir bentu á að hin hefðbundna skólastefna og framkvæmd hennar hvetti til brottflutnings ungs fólks úr dreifbýlinu, þar sem menntun þeirra nýttist ekki við aðstæður heima fyrir. Undirstöðuatvinnugrein í Lofoten eru fiskveiðar. Vertíðin hefst í janúar og stendur í um þrjá mánuði. Mikilvægt er að allir sem vettlingi geta valdið taki þátt í veiðinni og vinnslu aflans. Fram til ársins 1936, er ný fræðslulög voru sett sem kváðu á um lengingu skólaskyldu (7. bekkur bættist við), höfðu margir skólar á Lofotensvæðinu hagað kennslu þannig að börn úr efri bekkjum barnaskólans gátu tekið virkan þátt í atvinnulífinu meðan á vertíðinni stóð. Eftir þessa lagasetningu og fram til ársins 1969 var kennslu í 7. bekkjum skipt í tvær annir. Haustönn, sem varið var til bóknáms, og vorönn, frá apríl fram í júní, en þá fór fram verklegt nám í skólanum. Með þessu lagi gátu unglingarnir unnið „í fiskinum“ um háannatímann. Arið 1969 voru enn sett ný fræðslulög sem kváðu á um lengingu skyldunámsins um tvö ár. Þessi nýju lög voru af mörgum talin afar óhagstæð fyrir atvinnulíf á svæðinu. Sumir sögðu, að dýrmætur vinnukraftur væri nú ekki fyrir hendi þegar mest væri í húfi. Aðrir nefndu að þau börn sem hyggðu á framhaldsnám misstu af tækifæri til að kynnast þeim þáttum atvinnulífsins sem afkoma fólksins byggðist fyrst og fremst á. Með tilkomu nýrra þátta í námskrá („Monsterplan'*) gafst meira svigrúm fyrir kennara og stjórnendur skóla til að leggja aukna áherslu á virka þátttöku nemenda í skólastarfinu. Um leið gafst tækifæri til að tengja námsefnið nánasta umhverfi og samfélagi hvers skóla fyrir sig. Það voru einmitt þessir möguleikar sem þeir er stóðu að Lofoten-tilrauninni vildu nýta. Astæðan fyrir því að Lofotensvæðið varð fyrir valinu var m. a. sú að þar var hvað augljósast misræmið milli lengingar skólaskyldunnar og atvinnulífs á svæðinu. Einnig mun hafa ráðið nokkru að tveir þeirra er að tilrauninni stóðu voru kunnugir staðháttum og höfðu persónuleg tengsl við fólkið. Stjórnvöld voru einnig hlynnt stuðningi við ýmis dreifbýlissvæði, enda atvinnuvegir þar mikilvægir fyrir þjóðarbúið. Vorið 1973 leitaði rannsóknarhópurinn álits margra skólastjóra á svæðinu á hugmyndinni um að gera tilraun til að efla tengsl skólastarfsins við 376 j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.