Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1983, Blaðsíða 33
Tilraunamenntaskóli í Urbana Fólk verður að búa yfir ákveðinni grundvallarþekkingu á mörgum sviðum þegar það kemur í háskóla, og menntaskólar og fjölbrautaskólar láta stjórnast af því. Þar hlýtur að vera takmarkað svigrúm til tilraunastarfs. Þó er víða um vesturlönd verið að gera tilraunir með framhaldsskóla ekki síður en grunnskóla, og hér verður sagt frá einni sem þótti takast vel þótt henni væri hætt að sjö árum liðnum. Hún var gerð í Urbana, 40 þúsund manna borg í Illinois í Bandaríkjunum, og eitt af því sem gerði hana sérkennilega var að nemendur tilraunaskólans voru eðlilegur þverskurður ungs fólks í borginni hvað námsgetu áhrærði. Þeim leið illa í venjulegum skólum, skrópuðu reglulega og létu illa að stjórn, ekki vegna þess að þeir ættu bágt með að fylgjast með í náminu heldur af því að þeim fannst þeir ekkert gagn hafa af skólanum. Skipulag skóla — ekki síst menntaskóla — er að jafnaði svo ósveigjanlegt að einstaklingar geta þar engu breytt, eina undankomuleið hinna uppreisnargjörnu er flótti. Arið 1972 fannst skólayfirvöldum í Urbana kveða svo rammt að óánægjunni að þau ákváðu að gefa þessum ungmennum kost á annars konar námstilhögun en menntaskólarnir buðu upp á, og vorið 1973 var tilrauna- skólinn EDUCATION II (skammstafað ED II) formlega stofnaður með 25 nemendum. Þessi fyrsti hópur var sendur í skólann af skólasálfræðingum og öðrum ráðgjöfum en eftir það sóttu flestir um skólavist á venjulegan hátt. Nemendur tóku frá upphafi virkan þátt í að móta skólastefnuna og völdu m. a. kennara sína sjálfir úr hópi umsækjenda. Réð þá miklu um valið hvort nemendum fannst líklegt að umsækjandinn gæti vakið áhuga þeirra á náminu, því starf kennara við ED II var alla tíð meira í ætt við leiðsögn en venjulega kennslu. Þess ber að geta strax að skólinn fékk ekki meira fé til ráðstöfunar en aðrir skólar, upphæðin fór eftir fjölda nemenda á hverjum tíma. Húsnæði skólans var bágborið, hann flutti oft, og þegar Ólafur Proppé, höfundur skýrslunn- ar sem frásögn þessi er reist á, gerði athugun sína árið 1978 var skólinn í gömlu vöruhúsi. Miklu þótti þó varða að hann skyldi ekki vera í hefðbundnu skólahúsi. ED II átti samkvæmt yfirlýsingu kennara og nemenda ekki eingöngu að sinna menntunarþörfum nemenda heldur félagsþörf þeirra líka. Reynt var að skapa fjölbreytt umhverfi sem hentaði ólíkum einstaklingum og nota sér sem flesta möguleika sem skólahverfið bauð upp á til að læra. Skólinn átti að vera partur af samfélagi manna en ekki einangruð stofnun. Þó áttu nemend- ur að geta tekið þaðan lokapróf með sömu réttindum og úr venjulegum framhaldsskóla, hafa sambærilega grundvallarþekkingu. Munurinn á ED II og venjulega skólanum lá í því hvernig nemendur öfluðu sér þeirrar þekkingar. 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.